Hatari og Hera í úrslit

Hatari og Hera Björk komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar í …
Hatari og Hera Björk komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld en þrjú atriði sátu eftir. Ljósmynd/Samsett

Hera Björk og Hatari komust áfram í úrslitakeppni Söngvakeppninnar 2019 í kvöld þegar fyrri undanúrslit fóru fram í Háskólabíói. Valið var í höndum áhorfenda sem greiddu atkvæði með símakosningu. 

Hera Björk flutti lagið Eitt andartak sem hún samdi ásamt Örlygi Smára og Valgeiri Magnússyni. Hljómsveitin Hatari flutti lagið Hatrið mun sigra sem er samið af liðsmönnum hljómsveitarinnar. 

Alls tóku fimm lög þátt í keppninni og komust tvö þeirra áfram. Sama fyrirkomulag verður að viku liðinni þegar önnur fimm lög keppa. 

Úrslitakvöldið verður í Laugardalshöll 2. mars og þá verður ljóst hvert framlag Íslendinga til Eurovision-söngvakeppninnar verður sem fer fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. 

Reynsluboltinn Hera Björk komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld.
Reynsluboltinn Hera Björk komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. Ljósmynd/Mummi Lú
Þórdís Imsland flutti lagið Nú og hér sem er eftir …
Þórdís Imsland flutti lagið Nú og hér sem er eftir Svölu Björgvins og Bjarka Ómarsson. Ljósmynd/Mummi Lú
Hin færeyska Kristína Skoubo Bærendsen steig flutti lagið Ég á …
Hin færeyska Kristína Skoubo Bærendsen steig flutti lagið Ég á mig sjálf eftir Svein Rúnar Sigurðsson. Ljósmynd/Mummi Lú
Flytjendur atriðanna sem komust áfram ásamt höfundum og kynnum kvöldsins.
Flytjendur atriðanna sem komust áfram ásamt höfundum og kynnum kvöldsins. Ljósmynd/Mummi Lú
Daníel Óliver var ekki að stíga sín fyrstu skref í …
Daníel Óliver var ekki að stíga sín fyrstu skref í Söngvakeppninni en hann flutti lagið Samt ekki sem hann samdi ásamt Línus Josefsson og Peter von Arbin. Ljósmynd/Mummi Lú
Hatrið mun sigra komst áfram í úrslit.
Hatrið mun sigra komst áfram í úrslit. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar ástin er eins og kviksyndier mál að biðja einhvern um aðstoð. Mundu að enginn skiptir meira máli en þú í þínu lífi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar ástin er eins og kviksyndier mál að biðja einhvern um aðstoð. Mundu að enginn skiptir meira máli en þú í þínu lífi.