Stjörnurnar streyma á rauða dregilinn

Breska leikkonan Olivia Coleman er talin líkleg til að verða …
Breska leikkonan Olivia Coleman er talin líkleg til að verða valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Favourite. AFP

Stjörnurnar er farnar að streyma á rauða dregilinn í Royal Albert Hall í Lundúnum þar sem verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar, BAFTA, verða veitt í kvöld.

Viola Davis, Amy Adams, Richard E. Grant, Glenn Close, Melissa McCarthy og Richard Madden eru á meðal þeirra sem eru mætt í sínu fínasta pússi, að ógleymdum hertogahjónunum af Cambridge, Vilhjálmi og Katrínu.

Hátíðin er haldin í 72. skipti og verða veitt verðalun í 24 flokkum. Kynnir kvöldsins er leikkonan Joanna Lumley og er þetta annað árið í röð sem hún gegnir því hlutverki.

The Favou­rite með Oli­viu Colm­an í hlut­verki Önnu Eng­lands­drottn­ing­ar hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar eða 12 tals­ins. Þrjár kvik­mynd­ir eru tilnefndar til sjö verðlauna: First Man, Roma og A Star is Born.

Lady Gaga, sem er tilnefnd fyrir hlutverk sitt í A Star is Born, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hún er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem verða einmitt veitt í kvöld í Los Angeles. Bradley Cooper, mótleikari Lady Gaga og leikstjóri myndarinnar, verður hins vegar í salnum.

Sjálf verðlaunaafhendingin hefst klukkan 21 en á Twitter-síðu BAFTA má sjá fjöldann allan af viðtölum við stjörnurnar á rauða dreglinum. 

Bradley Cooper er mættur til að fylgja eftir mynd sinni …
Bradley Cooper er mættur til að fylgja eftir mynd sinni A Star is Born. AFP
Vilhjálmur og Katrín eru mætt á BAFTA.
Vilhjálmur og Katrín eru mætt á BAFTA. AFP
Ástralska leikkonan Margot Robbie.
Ástralska leikkonan Margot Robbie. AFP
Breska leikkonan Rachel Weisz.
Breska leikkonan Rachel Weisz. AFP
Viggo Mortensen er tilnefndur fyrir leik sinn í Green Book.
Viggo Mortensen er tilnefndur fyrir leik sinn í Green Book. AFP
Melissa McCarthy er tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki.
Melissa McCarthy er tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki. AFP
Crown-stjarnan Claire Foy er mætt.
Crown-stjarnan Claire Foy er mætt. AFP
Viola Davis er tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir …
Viola Davis er tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Widows. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.