Kacey Musgraves með plötu ársins

Sveitasöngkonan Kacey Musgraves hlaut aðalverðlaun kvöldsins á Grammy-tónlistarverðlaununum bandarísku í nótt en plata hennar, Golden Hour, var valin plata ársins. Lag af plötunni, Butterflies, var valið það besta í flokki smáskífa í flokki sveitasöngva en annað lag hennar, Space Cowboy, var valið besta lagið í flokki sveitasöngva.  

Childish Gambino fékk fern verðlaun fyrir This Is America en það var valið lag ársins, besta tónlistarmyndskeiðið, besti flutningurinn og smáskífa ársins. Hann var hins vegar ekki viðstaddur hátíðina en þar áttu konurnar sviðið þar sem flest verðlaun kvöldsins voru þeirra.

Dua Lipa var valin besti nýi listamaðurinn og Cadi B á bestu rappplötuna, Invasion Of Privacy.

Kacey Musgraves með verðlaungagripi kvöldsins.
Kacey Musgraves með verðlaungagripi kvöldsins. AFP

Lady Gaga & Bradley Cooper voru valin besta tvíeykið með Shallow úr myndinni A Star is Born.

Hér er hægt að lesa listann í heild 

Kynnir kvöldsins, Alicia Keys, fékk nokkrar vinkonur sínar til þess að stíga á svið, þar á meðal  Michelle Obama, Lady Gaga, Jennifer Lopez og Jada Pinkett-Smith, og sendu þær sterk skilaboð til áhorfenda um heim allan um kraft kvenna. 

Lady Gaga fékk fleiri verðlaun í gærkvöldi en sem besta tvíeykið í poppinu því hún fékk alls þrenn verðlaun á hátíðinni í nótt. Hún sagði í þakkarræðu sinni að hún væri svo stolt af því að vera hluti af kvikmynd þar sem geðheilsa er umjföllunarefnið. Hún þakkaði Bradley Cooper fyrir samstarfið. „Margir listamenn glíma við þetta og við verðum að gæta hvers annars.“

Childish Gambino.
Childish Gambino. AFP
Lady Gaga með verðlaunagripi kvöldsins.
Lady Gaga með verðlaunagripi kvöldsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson