Fannst hún aldrei feit

Khloe Kardashian.
Khloe Kardashian. mbl.is/AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian lætur unga dóttur sína vita á hverjum degi að hún sé falleg. Kardashian sem var stundum kölluð feita Kardashian-systirin taldi sig ekki vera of þunga fyrr en hún fór að birtast í sjónvarpi. 

„Aldrei nokkurn tímann taldi ég mig vera þybbna eða í ofþyngd. Ég vissi ekki að ég væri það fyrr en ég fór í sjónvarp og allir sögðu mig vera „feita“,“ sagði Kardashian í nýju viðtali er Daily Mail greinir frá. Sjálf grenntist hún mjög mikið fyrir nokkrum árum. 

Hún segir fjölskyldu sína aldrei hafa leyft sér að líða eins og hún væri feit. Það sama ætlar hún að gera fyrir dóttur sína, að leyfa henni aldrei að líða eins og hún sé ekki falleg. 

Khloé Kardashian árið 2011.
Khloé Kardashian árið 2011. mbl.is/COVER
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.