Fékk ástarkveðju frá fyrrverandi

Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu um sambandsslit sín í …
Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu um sambandsslit sín í febrúar í fyrra. mbl.is/AFP

Justin Theroux og Jennifer Aniston tilkynntu um skilnað sinn fyrir ári. Þrátt fyrir það eru þau greinilega enn vinir og Theroux birti mynd af fyrrverandi eiginkonu sinni í gær og óskaði henni til hamingju með fimmtugsafmælið. 

„Ákaflega ástrík, ákaflega góð... og ákaflega fyndin,“ skrifaði Theroux við mynd af Aniston og skildi eftir hjarta. 

Hjónin fyrrverandi hættu saman eftir tveggja og hálfs árs langt hjónaband og enn lengra samband. Skilnaðurinn var sagður vera í góðu sem sannast með kveðju Theroux í gær. Hafa þau bæði talað vel um skilnaðinn í viðtölum undanfarið ár. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.