Erfitt að vera varamaður

Andrés prins var annar í erfðaröðinni þegar hann fæddist.
Andrés prins var annar í erfðaröðinni þegar hann fæddist. Samsett mynd

Sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni segir í nýrri heimildarmynd um börn Elísabetar Bretadrottningar að Andrés prins hafi viljað vera Karl Bretaprins, eða svo hafi Karl sjálfur orðað það. 

„Vandamálið með Andrés bróður minn er að hann vill vera ég,“ á Karl að hafa sagt og átti þar við erfðaröðina að því er kemur fram á vef Daily Mail

Andrés prins er 12 árum yngri en Karl Bretaprins og var annar í erfðaröðinni þegar hann fæddist. Hann var lengi mjög mikilvægur þar sem hann var til vara. Ef eitthvað hefði komið fyrir Karl áður en hann eignaðist syni sína hefði Andrés verið sá sem tæki við af Elísabetu.  

Sérfræðingurinn lýsir því hvernig Andrési var ýtt til hliðar þegar Vilhjálmur og Harry komu til sögunnar og svo börn Vilhjálms. Segir hann ekki öfundsvert að vera þessi sem er til vara. Hann segir þó Andrés búa við það að þurfa ekki að bera of mikla ábyrgð. 

Elísabet Bretadrottning á fjögur börn.
Elísabet Bretadrottning á fjögur börn. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson