Sundið styrkir röddina

Þessa mynd gerði móðir Más, listakonan Lína Rut.
Þessa mynd gerði móðir Más, listakonan Lína Rut. Ljósmynd/Aðsend

Sundkappinn Már Gunnarsson æfir stíft þessa dagana enda er markmið hans að komast á Ólympíuleika fatlaðra árið 2020. 

Það hefur gengið vel hjá honum að undanförnu. Um helgina sló hann þrjú Íslandsmet í sínum flokki í sundi. Í 50 m flugsundi, 100 m flugsundi og 200 m flugsundi svo dæmi séu tekin.

Már er ekki eingöngu að synda þessa dagana, hann er einnig að syngja og þeir sem þekkja vel til hans vita að hann er ekki síður hæfileikaríkur á því sviði. 

„Söngur fuglsins er plata sem ég er að gefa út um þessar mundir. Af þeim sökum hef ég ákveðið að halda útgáfutónleika þann 12. apríl í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Það sem er einstakt við þessa plötu er að ég hef fengið einn færasta útsetjara Póllands með mér í lið, hann Hadrian Tabecki, en á plötunni og á tónleikunum taka fjölmargir listamenn þátt.

Mig langar að nefna söngkonuna Natalia Przybysz sem syngur á plötunni en hún er ein þekktasta söngkona Póllands um þessar mundir. Á tónleikunum munu koma fram ásamt mér, þau Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels, Sigga Ey og Gísli Helgason svo einhverjir séu nefndir. Við ætlum að fara yfir lögin af plötunni auk valinna þekktra laga. Má þar nefna Kvöld-siglingu, en hver er ekki betri að spila það en höfundurinn sjálfur Gísli Helgason?“

Öll lögin af plötunni eru samin af Má, en textarnir eru eftir Tómas Eyjólfsson. 

Már segir að söngurinn og sundið vegi hvort annað upp, að röddin styrki sundið og sundið styrki röddina. Hann lifir heilbrigðu lífi og segir að íþróttir og tónlistaiðnaðurinn eigi svo margt sameiginlegt. 

„Ég lifi heilbrigðu og góðu lífi og kem ekki nálægt neinum óþarfa sem spillir fyrir mér í lífinu. Fólkið sem kemur fram með mér á útgáfutónleikunum er allt listafólk sem er fremst í sínu fagi. Ég vona að sem flestir komi og fagni með okkur útkomu plötunnar og lofa góðri skemmtun á föstudag.“

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn hér. Eins er hægt að fylgjast með Má og félögum á síðu Start Your Impossible á Facebook.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Eitthvað gæti fangað athygli þína og skapað hættu. Gæti verið dót, tæki eða óþarfa glys og glingur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Eitthvað gæti fangað athygli þína og skapað hættu. Gæti verið dót, tæki eða óþarfa glys og glingur.