Orlando Bloom fór á skeljarnar

Orlando Bloom og Katy Perry eru trúlofuð.
Orlando Bloom og Katy Perry eru trúlofuð. mbl.is/AFP

Svo virðist sem Orlando Bloom hafi farið á skeljarnar á Valentínusardaginn og beðið kærustu sinnar, Katy Perry. Leikarinn og söngkonan birtu bæði myndir af sér á Instagram þar sem söngkonan sýnir ógnarstóran demantshring sinn. 

„Sjái hver trúlofuðu sig á Valentínusardaginn,“ skrifaði móðir Perry einnig á samfélagsmiðla er Mirror greinir frá og birti myndir frá því sem virðist vera trúlofunarveislu. 

Parið byrjaði að hittast snemma á árinu 2016 en hættu þó saman um ári seinna. Stjörnuparið byrjaði að hittast aftur fyrir um ári og virðist nú meiri alvara vera í spilunum. 

Þau hafa bæði verið gift áður en Katy Perry giftist grínistanum Russell Brand árið 2010 en hjónabandið entist í 14 mánuði. Bloom var hins vegar kvæntur ofurfyrirsætunni Miröndu Kerr en þau hættu saman eftir þriggja ára hjónaband en eiga saman einn son. 

View this post on Instagram

full bloom

A post shared by KATY PERRY (@katyperry) on Feb 15, 2019 at 2:07am PSTView this post on Instagram

Lifetimes

A post shared by Orlando Bloom (@orlandobloom) on Feb 15, 2019 at 2:15am PST

mbl.is