Ritstjóri hjá Vogue sagði af sér

Donata Meirelles í hásæti í afmælisveislu sinni.
Donata Meirelles í hásæti í afmælisveislu sinni. Af Instagram

Tískuritstjóri tímaritsins Vogue í Brasilíu hefur sagt af sér eftir að myndir úr fimmtugsafmæli hans, þar sem þemað var nýlendutíminn, voru birtar opinberlega.

Donata Meirelles, ritstjórinn fyrrverandi, er hvít og á myndunum mátti m.a. sjá hana sitja í hásæti í veislunni og fjórar svartar konur klæddar hvítu standa henni við hlið. Afmælisveislan var haldin í Bahia-ríki í Brasilíu en hvergi í landinu er að finna fleiri svarta íbúa.

Þeir sem gagnrýnt hafa þema veislunnar harðlega segja að þarna séu svartar konur í hlutverkum þræla, klæddar í föt sem líkjast búningum þeim sem húsþrælar voru látnir klæðast á nýlendutímanum. Þá benda þeir á að hásætið sé eins og það sem þrælahaldarar sátu í.

„Svörtu konurnar voru notaðar eins og hlutir til að búa til sögusvið,“ segir Stephanie Ribeiro, dálkahöfundur brasilíska kvennablaðsins Marie Claire. „Þetta minnir á nýlendutímann og gefur því tímabili rómantískan blæ. Hún var að endurgera það þegar hvítir voru taldir æðri og traðkað var á mannréttindum svartra.“

Þekkt brasilísk söngkona, Elza Soares, skrifaði á Instagram: Hugsaðu þér hvað hægt er að særa fólk, minningar þess og þær aðstæður sem það þurfti að ganga í gegnum, þegar þú ákveður að velja þema til að „krydda“ gleðileg tímamót í lífi þínu.“

Annar notandi á Instagram birti tvær myndir; aðra tekna árið 1860 og hina úr afmæli Meirelles nú í ár.

Greinin heldur áfram fyrir neðan færsluna

View this post on Instagram

“(...)Já as escravas de casas ricas eram adornadas por seus próprios senhores. Quando saíam para as ruas acompanhando suas senhoras ou crianças, eram exibidas em trajes finos e carregadas de joias.A própria escrava era um objeto de ostentação do dono, um objeto de luxo a ser mostrado publicamente”. Trecho do livro Jóias de Crioula de Laura Cunha e Thomas Milz. A primeira foto foi tirada em 1860. De acordo com @edercansino a foto que faz parte do acervo do @imoreirasalles, intitulada “senhora da família Costa Carvalho na liteira com dois escravos” foi feita na Bahia por fotógrafo desconhecido. A segunda imagem é de 2019 mesmo. #sóeuacheiestranho #Bahiaterradafelicidade #ritadeixederecalque #passeodedinhoprolado #osprincípiosacimadaspersonalidades #qualquersemelhança #nãoémeracoincidência

A post shared by ritabatista (@ritabatista) on Feb 9, 2019 at 4:39am PST

Meirelles reyndi að verja sig á samfélagsmiðlum fyrst eftir að gagnrýnin kom þar fram og sagði að hásætið væri forngripur og að klæðnaðurinn væri hefðbundin hátíðarklæði fólks í Bahian-ríki. „En engu að síður, ef ég særði einhverja biðst ég afsökunar.“

Á miðvikudag greindi Meirelles svo frá því að hún ætlaði að segja af sér. Í yfirlýsingu frá brasilíska Vogue sagði að vonandi myndu allir læra af þessari reynslu. Á það var þá bent að tímaritið ætti að sýna svart fólk oftar á síðum sínum en það var fyrst árið 2011 sem svört kona var á forsíðunni, 36 árum eftir stofnun tímaritsins í Brasilíu. Meira en helmingur Brasilíumanna er svartur eða af blönduðum uppruna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson