Pitt sér eftir hvernig hann fór með Aniston

Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004.
Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004. mbl.is/AFP

Það vakti athygli þegar Brad Pitt lét sjá sig í fimmtugsafmæli fyrrverandi eiginkonu sinnar, Jennifer Aniston, um síðustu helgi. Aniston er þó sögð löngu hafa fyrirgefið Pitt þó að Pitt sjái eftir einu í sambandi við hjónaband þeirra sem entist frá árinu 2000 til 2005. 

Us Weekly greinir frá því að leikarinn sem var fluttur inn til Angelinu Jolie einum mánuði eftir að skilnaðurinn gekk í gegn er sagður sjá eftir því hverngi hann höndlaði skilnaðinn. Eftir á að hyggja hefði hann viljað taka meira tillit til Aniston. Pitt er þó sagður reyna að dvelja ekki of mikið við fortíðina og er langt síðan hann bað Aniston um að fyrirgefa sér, sem hún gerði. 

Pitt hafði aftur samband við Aniston þegar móðir hennar dó fyrir nokkrum árum og þótti Aniston vænt um það. Þau eru sögð vera með símanúmer hvort annars og tala einstaka sinnum saman. 

mbl.is