Tara, Friðrik Ómar og Kristina í úrslit

Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað ...
Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað og komst áfram. Ljósmynd/Mummi Lú

Tara Mo­bee og Friðrik Ómar komust áfram í úr­slita­keppni Söngv­akeppn­inn­ar 2019 í kvöld þegar seinni undanúr­slit fóru fram í Há­skóla­bíói. Valið var í hönd­um áhorf­enda sem greiddu at­kvæði með síma­kosn­ingu. Kristina Skou­bo Bær­endsen komst einnig áfram en hún var þátttakandi í fyrri undanriðlinum.

Tara Mo­bee flutti lagið Betri án þín. Andri Þór Jóns­son og Eyþór Úlfar Þóris­son sömdu lagið og þeir ásamt Töru sömdu texta lagsins.

Tara Mo­bee flutti lagið Betri án þín. Hún flaug inn ...
Tara Mo­bee flutti lagið Betri án þín. Hún flaug inn í úrslitin. Ljósmynd/Mummi Lú

Friðrik Ómar Hjörleifsson flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Hann samdi sjálfur lag og texta.

Alls tóku fimm lög þátt í keppn­inni og komust tvö þeirra áfram. Sama fyr­ir­komu­lag ríkti í fyrra undankvöldinu fyrir viku síðan.

Samkvæmt reglum keppninnar hafði framkvæmdastjórn hennar leyfi til að hleypa einu lagi til viðbótar í úrslitin. Það varð til þess að lagið Ég sjálf sem Kristina Skoubo Bærendsen flutti fyrir viku komst áfram. Sveinn Rún­ar Sig­urðsson samdi lagið og hann ásamt Valgeiri Magnússyni sömdu texta.

Úrslita­kvöldið verður í Laug­ar­dals­höll 2. mars og þá verður ljóst hvert fram­lag Íslend­inga til Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar verður sem fer fram í Tel Aviv í Ísra­el í maí. 

Keppendur kvöldsins.
Keppendur kvöldsins. Ljósmynd/Söngvakeppnin
mbl.is