Heitir eftir Bacardi

Cardi B og Offset á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Cardi B og Offset á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátíðinni. AFP

Söngkonan Belcalis Marlenis Almanzar, betur þekkt sem Cardi B, varð um síðustu helgi fyrsta konan til að hljóta Grammy-verðlaun fyrir bestu rappplötuna. Cardi B, sem er 26 ára, varð heimsfræg þegar lag hennar „Bodak Yellow“ fór á topp vinsældalista árið 2017.

Cardi B er fædd og uppalin í Bronx-hverfinu í New York en faðir hennar er frá Dóminíska lýðveldinu og móðir hennar frá Trínídad. Sviðsnafn hennar Cardi B er einvers konar útgáfa af Bacardi, sem er rommtegund, sem hún var kennd við. Cardi upplýsti í viðtali við Jimmy Fallon að nafnið hafi komið til af því að systir hennar heiti Hennessy, eins og brandí-tegundin, og aðrir hafi farið að kalla hana Bacardi sem svar við því.

Samkvæmt tímaritinu i-D gekk hún í Renaissance High School for Musical Theater and Technology og fór seinna í skóla á Manhattan. Hún hætti í skóla til að fara að vinna til að hjálpa til við að framfleyta fjölskyldu sinni. Hún vann fyrst á matsölustað en hætti þar 18 ára gömul til að fara að dansa nektardans.

Nektardans leið úr fátækt

Cardi sagði við tímaritið að það hafi verið neyðarlegt til að byrja með en hún hafi komist yfir það og einbeitt sér að þéna peninga til að sleppa út úr fátæktinni. „Þegar ég var 22 ára var ég búin að safna 35 þúsund Bandaríkjadölum í eins dals seðlum,“ sagði hún. Hún sagði mömmu sinni í fyrstu að hún væri að passa og hjálpa ríkum hvítum krökkum að læra heima. Hún var sjálf í ofbeldisfullu sambandi á þessum tíma og sagði í viðtali við VLAD TV árið 2016 að nektardansinn hafi veitt henni fjárhagslegt sjálfstæði og hún hafi því getað farið frá manninum, sem hún bjó með. Í kjölfar nektardansins tók hún þátt í veruleikaþætti VH1, Love & Hip Hop: New York, en hún hafði vakið athygli á samfélagsmiðlum á undan því fyrir að tala opinskátt um líf sitt í súludansi. Hún gat síðan notað peningana til að fjármagna fyrstu upptökurnar sínar.

Cardi B fékk verðlaun fyrir bestu rappplötuna á Grammy-verðlaunahátíðinni, fyrst …
Cardi B fékk verðlaun fyrir bestu rappplötuna á Grammy-verðlaunahátíðinni, fyrst kvenna. AFP

Mikilvægt fyrir minnihlutahópa

Í viðtalinu við i-D ræddi hún líka um vinsældir „Bodak Yellow“. „Þegar ég varð númer 1 þá vissi ég ekki að engri konu hefði tekist það frá árinu 1998. Ég áttaði mig ekki á ekki hversu mikilvægt það væri fyrir samfélagið og minnihlutahópa,“ sagði hún en konan sem fór á topp rappvinsældalistans á undan henni var Lauryn Hill með „I Like It“. Í kjölfar þessa mikla smells gerði hún plötusamning upp á margar milljónir dala við Atlantic Records.

Platan sem Cardi fékk Grammy fyrir heitir Invasion of Privacy og fór beint á toppinn á Billboard 200 í Bandaríkjunum og sló nokkur streymimet. Til viðbótar við nýju Grammy-verðlaunin hefur hún unnið þrenn AMA-verðlaun, níu BET-verðlaun, Billboard-tónlistarverðlaun og sett tvö heimsmet skráð í Guinness-metabókina. Hún hefur selt fleiri en 34 milljónir platna í Bandaríkjunum.

Miklar tekjur og eyðsla

Þessi velgengni hefur gert það að verkum að í ágúst 2018 voru eigur hennar metnar á átta milljónir Bandaríkjadala. Hún sagði í Twitter-myndbandi sem nú er búið að eyða að neysla hennar næmi um 250-300 þúsund dölum á mánuði. Tekjur hennar eru um milljón dalir á mánuði, samkvæmt grein á vef Yahoo Finance en þar er tekið fram að hún eyði líka heilmiklu fé í að sjá fyrir fjölskyldu sinni og ættingjum í hverjum mánuði.

Tónlistaratriðið á Grammy-verðlaununum var mikið sjónarspil.
Tónlistaratriðið á Grammy-verðlaununum var mikið sjónarspil. AFP

Hún fær tekjur frá ýmsu öðru en plötusölu eins og t.d. auglýsingum fyrir Pepsi og Alexu frá Amazon. Hún er þekkt fyrir að vera dugleg að eyða peningum en hún keypti sér t.d. sportbíl þrátt fyrir að vera ekki með bílpróf.

Hætti á Instagram

Það var ekki eintóm gleði hjá Cardi í vikunni eftir þessa sögulegu Grammy-verðlaunahátíð. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að eiga verðlaunin ekki skilið. Cardi setti inn myndband á Instagram þar sem hún ver sig og eyddi síðan tímabundið út Instagram-reikningnum sínum. Aðdáendasíða afritaði myndbandið áður en þetta gerðist.

Í því rifjar Cardi upp viðbrögðin við Grammy-hátíðinni í fyrra þar sem það var gagnrýnt að hún hefði ekki fengið verðlaun fyrir „Bodak Yellow“ og skilur hún því ekki vandamálið nú. Plata hennar hafi selst í tvöfaldri platínusölu og verið á öllum topplistum.

Fjallað er um Cardi B í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.
Fjallað er um Cardi B í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Innrás í einkalífið

Platan heitir eins og áður sagði Invasion of Privacy og er titillinn bein tilvísun í hvernig Cardi leið þegar hún var að taka upp plötuna.

„Þessa síðustu mánuði þegar ég var að taka upp plötuna hef ég orðið fyrir mikilli árás á einkalíf mitt,“ sagði hún í viðtalsþætti á útvarpsstöðinni Sirius XM. „Mér finnst ég hafa gefið fólki mjög mikið og fólk vill samt meira.“

Dóttirin og Offset

Hún ítrekar að hún hafi lagt mjög hart að sér við gerð plötunnar og eytt óteljandi stundum í hljóðverinu og hún hafi stundum gist þar dögum saman, þótt hún hafi verið ólétt að dóttur sinni, Kulture Kiari, sem er nú sjö mánaða. Faðirinn er rapparinn Offset en þau trúlofuðu sig opinberlega í október 2017. Síðar kom í ljós að þau giftu sig skömmu fyrr á laun í svefnherbergi sínu. Hún tilkynnti í desember sl. að þau væru skilin að skiptum en Offset hafði haldið fram hjá henni.

Þau mættu hins vegar saman á Grammy-verðlaunahátíðina um síðustu helgi og fór hann með henni á svið þegar hún tók við verðlaununum fyrir bestu rappplötuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler