Ásdís Rán sú eina sem má nota IceQueen

Ásdís Rán sótti um einkaleyfi á IceQueen.
Ásdís Rán sótti um einkaleyfi á IceQueen.

Athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er loksins komin með einkaleyfi á vörumerkinu IceQueen. Ásdís er heldur ósátt í pistli á Facebook þar sem hún segist hafa tekið eftir því að stúlkur kalli sig nafninu í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og selji jafnvel vörur undir nafninu eins og hún.

Ásdís segir marga ef til vill hafa haldið að hún ætti einkaleyfi á nafninu en svo var ekki þar sem hún taldi ekki þörf á því. 

Það eru kannski margir sem halda að ég hafi átt það fyrir en einhvern veginn fannst mér ég ekki þurfa að sækja um það löglega þar sem ég bjóst ekki við því að einhver mundi reyna að nýta sér það eða koma sér á framfæri með svona þekktu og sérstöku nafni sem ég hef átt og notað í yfir 20 ár, og verið með margar vörulínur undir,“ skrifar ísdrottningin Ásdís Rán. 

„Ég vil alla vega koma þessu á framfæri og vil biðja þá sem eru að nýta sér nafnið á einhvern hátt að hætta því strax vinsamlegast.“

mbl.is