Kjóllinn huldi varla brjóstin

Kim Kardashian birti mynd af sér í kjólnum á Twitter.
Kim Kardashian birti mynd af sér í kjólnum á Twitter. skjáskot/Twitter

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian fékk fólk enn og aftur til að snúa sig úr hálslið um helgina. Stjarnan mætti á fegurðarverðlaun í Hollywood með hárgreiðslumanninum Chris Appleton í afar djörfum kjól. 

Kjóllinn var ekki beint fleginn en þó afar efnislítill að framan þannig að efnið rétt huldi geirvörtur hennar. Hönnunin er þó engin nýaldar Instagram-hönnun þar sem kjóllinn er frá Thierry Mugler og frá árinu 1998. 

Eiginmaður Kardashian, Kanye West, mætti ekki með eiginkonu sinni á verðlaunin. Hann hefur kannski verið heima að passa börn þeirra þrjú en hjónin eiga von á fjórða barninu í vor.  

mbl.is