Sleiksenan tók allt of langan tíma

Kolbrún María Másdóttir leikur Kríu í Verzló-söngleiknum í ár.
Kolbrún María Másdóttir leikur Kríu í Verzló-söngleiknum í ár. Ljósmynd/Aðsend

Kolbrún María Másdóttir er í þriðja bekk í Verzlunarskólanum en hún fer með eitt af aðahlutverkunum í Verzló-söngleiknum Xanadú sem sýndur er í Háskólabíó. Kolbrún fetar þar með í fótspor Oliviu Newton-John sem fór með sama hlutverk í kvikmyndinni. Kolbrún segir það ólýsanlegt að taka þátt í Nemó en hún segir félagslífið það besta við Verzló. 

Hefur þú lent í einhverri skemmtilegri uppákomu við æfingar eða sýningar?

„Á einum tímapunkti i leikritinu er koss milli mín og Mímis, sem á að vera um fimm sekúndna langur. Við eigum að kyssast þangað til ákveðin setning er sögð. Á frumsýningu gat aðilinn ekki sagt setninguna vegna þess að vinir og samnemendur í salnum fögnuðu svo mikið og því var kossinn í svona 20 sekúndur,“ segir Kolbrún. 

Hvað er það skemmtilegasta við að taka þátt í Nemó?

„Félagsskapurinn. Ég hef eignast svo mikið af frábærum vinum til æviloka. Ég dýrka orkuna sem myndast innan hópsins, eitthvað sem bara Nemó-krakkar munu skilja.“

Uppáhaldsaugnablikið úr sýningunni?

„Lagið Suddenly kemur strax upp í huga. Það heitir Engu kvíð og ég og Mímir syngjum það með símaklefa á hjólum og ég er á hjólaskautum.“

Hvernig gekk að púsla saman æfingum og náminu? 

„Það gekk bara sæmilega, sumir kennarar eru skilningsríkir að maður sé stundum ekki eins virkur í tímum en aðrir ekki. Ég reyndi mitt besta að púsla þessu. En ég viðurkenni að ég tók stundum svefn yfir að svara spurningum og fara yfir handrit frekar en að lesa um bókmenntasögu Íslands. 

Hvað á að gera eftir stúdentspróf?

„Eins og er leik ég í Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu og stefni ekki strax í nám. Ég ætla að finna mér vinnu og safna pening, og næsta vor langar mig út í prufur fyrir leiklistarskóla.“ 

Hvað er það besta við að vera í Verzló?

„Verzló er tvímælalaust með besta nemendafélag á landinu. Það gefur svo góð tækifæri í að spreyta sig á alls konar sviðum - fyrir utan Nemó, þá hef ég til dæmis haldið söngkeppni í Eldborgarsal Hörpu, gefið út blað, gefið út sketsþátt og lag, planað nýnemaferð til Grundarfjarðar, verið partur af stuðningsliði MORFÍs, skrifað greinar, farið í framboð og eytt óratíma í að skreyta marmarann fyrir alls konar þemavikur. Maður lærir bara svo ótrúlega mikið af þessu, og allt hlutir sem maður getur ekki lært í skóla.“

Kolbrún María í búningi Kríu.
Kolbrún María í búningi Kríu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler