Zara veldur freknurifrildi í Kína

Jing Wen í auglýsingu fyrir nýja snyrtivörulínu Zöru. Ekki eru …
Jing Wen í auglýsingu fyrir nýja snyrtivörulínu Zöru. Ekki eru allir Kínverjar sáttir við að fyrirsætan sé freknótt. Skjáskot/Zara

Tískukeðjan Zara hefur valdið harkalegu rifrildi í Kína vegna auglýsingar með freknóttri fyrirsætu. BBC segir kínversku fyrirsætuna Li Jingwen, sem er þekkt undir nafninu Jing Wen, hafa vakið verulega athygli fyrir freknótt andlit sitt í herferð fyrir nýja snyrtivörulínu frá Zöru.

Kínverska dagblaðið Global Times segir freknurnar gera Jing einstaka að útliti, en ekki er algengt að Kínverjar séu freknóttir. Miklar umræður hafa þá skapast á kínverskum samfélagsmiðlum um freknurnar.

Segja sumir samfélagsmiðlanotendur að með því að birta mynd af Jing freknóttri séu Kínverjar gerðir „ljótari“, aðrir hafa varið birtinguna og hvetja til þess að meira sé gert til að fá fólk til að sættast við náttúrulega fegurð sína.

Jing Wen, sem kemur frá borginni Guangzhou í suðurhluta Kína, hefur öðlast nokkra frægð innan fyrirsætuheimsins undanfarin ár. Hún hefur komið fram í auglýsingum fyrir fjölda tískumerkja, m.a. fyrir  Calvin Klein og H&M.



Flekklaus húð forsenda fegurðar

Hún hefur ekki tjáð sig um auglýsingaherferð Zöru nú, en hefur áður sagt freknurnar hafi gert sig óörugga er hún var yngri. „Þegar ég var lítil, þá virkilega hataði ég þær af því að asískt fólk er yfirleitt ekki freknótt,“ sagði Jing í viðtali við Vogue-tískutímaritið í október 2016. „Í menntaskóla reyndi ég svo að fela þær, en núna finnst mér þetta í lagi. Ég kann vel við þær og það er nóg.“

BBC segir flekklausa húð hafa verið talda eina af forsendum fegurðar í Kína og annars staðar í Austur-Asíu undanfarna áratugi. Það þyki því umdeilt hjá spænska tískumerkinu Zöru að nota freknótta fyrirsætu. Hafa sumir samfélagsmiðlanotendur m.a. sagt Jing vera „ljóta“, en aðrir spyrja hvort Zara hafi ætlað sér að „móðga“ Kínverja.

Sagði einn samfélagsmiðlanotandi myndir af asískum fyrirsætum „með svipbrigðalaus kringlótt andlit gefa Vesturlandabúum ranghugmyndir um asískar konur, sem gæti leitt til kynþáttahaturs gegn þeim.“

Fulltrúi frá Zöru sagði í viðtali við Pear Video-vefsíðuna að auglýsingaherferðin sé ekki bara ætluð fyrir Kína, heldur sé um alþjóðlega auglýsingaherferð að ræða. „Fegurðarhugmyndir Spánverja eru aðrar,“ sagði hann. „Allar fyrirsætur okkar eru myndaðar hreinar, myndunum er ekki breytt eða þær lagaðar til.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson