Hafði ekki hugmynd um hjónabandið

Blake Shelton.
Blake Shelton. mbl.is/AFP

Kántrýstjörnuparið Blake Shelton og Miranda Lambert tilkynntu um skilnað sinn árið 2015. Nú er Lambert búin að gifta sig aftur og Shelton er ekki sagður hafa haft hugmynd um það fyrr en tilkynning birtist á Instagram á dögunum.  

„Blake komst að því á sama tíma og allir aðrir,“ sagði heimildarmaður Us Weekly sem segir að Shelton hafi ekki fengið neina viðvörun. „Það hefur nánast ekki verið neitt samband á milli þeirra síðan þau hættu saman.“

Lambert sagðist loksins hafa fundið ástina þegar hún kynntist lögreglumanninum Brandon Mcloughlin sem eignaðist barn með fyrrverandi kærustu í nóvember. Sjálf hætti Lambert með tónlistarmanninum Even Felker í ágúst. 

Shelton sem var valinn kynþokkafyllsti maður í heimi af People fyrir rúmu ári er þó líklega ekkert ósáttur við nýja hjónaband fyrrverandi eiginkonu sinnar enda er hann hamingjusamur með söngkonunni Gwen Stefani. 

View this post on Instagram

In honor of Valentine’s Day I wanted to share some news. I met the love of my life. And we got hitched! My heart is full. Thank you Brendan Mcloughlin for loving me for.... me. ❤️ #theone

A post shared by Miranda Lambert (@mirandalambert) on Feb 16, 2019 at 2:41pm PST

mbl.is