Í leynilegri ferð í New York

Meghan hertogaynja er í New York í stuttu fríi.
Meghan hertogaynja er í New York í stuttu fríi. mbl.is/AFP

Meghan hertogaynja fór í háleynilega ferð til New York á föstudaginn. Var ástæðan sú að Meghan ætlaði að hitta vini í borginni. Vinir hennar eru meðal annars sagðir ætla halda steypiboð fyrir hana í dag, þriðjudag, en gert er ráð fyrir 15 gestum.  

Harper's Bazaar greindi frá því að Meghan hefði flogið til New York á föstudaginn og ætlað sér að vera þar í fimm nætur. Með henni í New York er meðal annars ein besta vinkona hennar, stílistinn Jessica Mulroney, sem er í borginni vegna vinnu. 

„Ferðin er góð til þess að hitta vini og eyða tíma í borginni sem hún elskar,“ sagði heimildarmaður og tekur fram að ferðin hafi verið skipulögð fyrir mörgum mánuðum. „Þetta verður í síðasta skipti sem mörg þeirra hitta Meg áður en barnið fæðist svo það er yndislegt að deila þessum dýrmætu stundum.“

Er Meghan sögð njóta þess að borða góðan mat í borginni en aðallega í einkarýmum á fimm stjörnu hótelum. Hún sást þó í bakaríinu Ladurée í Soho á laugardaginn þar sem hún gæddi sér á makkarónum og tei með vinkonu sinni. Jessica Mulroney í bláum kjól í brúðkaupi Harry og Meghan.
Jessica Mulroney í bláum kjól í brúðkaupi Harry og Meghan. mbl.is/AFP
mbl.is