Verzló með besta félagslífið

Mímir er ánægður með félagslífið í Verzló.
Mímir er ánægður með félagslífið í Verzló. Ljósmynd/Aðsend

Mímir Bjarki Pálmason er í 3.S í Verzlunarskóla Íslands og fer með eitt af aðalhlutverkunum í Xanadú, söngleik sem nemendafélag skólans sýnir nú í Háskólabíói. „Ég leik unga listamanninn Svenna Másson, sem er búinn að reyna allt sitt líf að búa til eitthvað stórkostlegt en tekst það aldrei, þar til Kría kemur inn í líf hans,“ segir Mímir um hlutverkið. 

Hefur þú lent í einhverri skemmtilegri uppákomu við æfingar eða sýningar?

„Já, mörgum. Eitt af mínum uppáhalds er þegar einhver mismælir sig í leikritinu og segir í raun eintóma þvælu sem tengist ekkert því sem er í gangi. Þá reynir á að halda sér í karakter, fara ekki að hlæja og muna línurnar sínar sjálfur. Einnig elska ég þegar félagi minn Gunni hlær, því hann er með svo hrikalega smitandi hlátur.“

Hvað var er það skemmtilegasta við að taka þátt í Nemó?

„Klárlega að kynnast öllum metnaðarfullu og hæfileikaríku krökkunum sem koma að leikritinu, sem og þeim sem koma að leikstjórn, söng, tæknimálum og dansæfingum. Ástríðan skín af öllum hópnum og það skilar sér í frábærri sýningu.“

Uppáhaldsaugnablikið úr sýningunni?

„Klárlega atriðið í símaklefanum, þar sem rómantík, húmor og söngur er fléttað saman. Einnig er það mjög krefjandi atriði sem gerir það svona skemmtilegt.“

Hvernig gekk að púsla saman æfingum og náminu? 

„Það gekk misvel verð ég að segja, heimalærdómurinn fékk svo sannarlega að mæta afgangi en núna þegar ég er ekki jafn oft á æfingum reyni ég að vinna upp þá áfanga sem hef dregist aftur úr í.“

Hvað á að gera eftir stúdentspróf?

„Vá, góð spurning. Ég held að ég taki mér árs pásu til að byrja með, að fara í heimsreisu með góðum ferðafélaga hefur alltaf hljómað mjög spennandi, en námslega séð þá veit ég ekkert hvað mig langar að gera í framtíðinni. Kannski sæki ég um í leiklistarskólum en það er ekkert ákveðið eins og er.“

Hvað er það besta við að vera í Verzló?

„Félagslífið, númer eitt, tvö og þrjú. Þó að ég hafi ekki beinlínis kynnst félagslífinu í öðrum skólum get ég nánast sagt með fullri sannfæringu að Verzló sé með besta félagslífið af öllum menntaskólum. Allir krakkarnir sem koma að því eru svo metnaðarfullir og tilbúnir að leggja mikið á sig til að hafa gaman, skemmta sér og öðrum. Einnig er félagslífið svo fjölbreytt að það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, eitthvað sem þeim finnst áhugavert.“

Mímir léikur Svenna í Verzló-söngleiknum Xanadú.
Mímir léikur Svenna í Verzló-söngleiknum Xanadú.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler