Á ekki í ástarsambandi við vinkonu sína

Tónlistarkonan Dolly Parton.
Tónlistarkonan Dolly Parton. mbl.is/AFP

Dolly Parton þvertekur fyrir að vera samkynhneigð í nýju viðtali við The Sun. Parton hefur verið gift Carl Dean sem vill lítið vera í sviðsljósinu í 53 ár. Stundum er því þó haldið fram að besta vinkona hennar sé kærasta hennar. 

„Fólk elskar að tala, fólk elskar að slúðra. Þetta hefur verið sagt um Opruh en það er ekki satt,“ sagði Parton og átti þar við vinkonurnar Opruh Winfrey og Gayle King. Parton er sama þó að sé talað um hana svo lengi sem það skaði ekki fólk sem henni er annt um. Söngkonan er meðvituð um að umtal getur verið besta auglýsingin. 

„Fólk segir þetta af því þú getur ekki átt í góðu sambandi við konu. Ég er ekki samkynhneigð en ég á marga samkynhneigða vini og samþykki alla fyrir það sem þeir eru.“

Parton og vinkona hennar, Judy Ogle, hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru litlar. Þegar Ogle hætti í hernum flutti hún til Nashville þar sem Parton býr og þær hafa verið saman síðan eins og Parton orðar það. 

„Ég og Judy höfum verið bestu vinkonur í 64 ár, síðan við vorum lítil börn. Foreldrar okkar þekktust, við ólumst upp saman, við vorum eins og systur, urðum bestu vinkonur.“

Dolly Parton.
Dolly Parton. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler