Allt búið hjá Lady Gaga og unnustanum

Lady Gaga og Christian Carino á Screen Actors Guild Awards ...
Lady Gaga og Christian Carino á Screen Actors Guild Awards í lok janúar. mbl.is/AFP

Söngkonan Lady Gaga er hætt með unnusta sínum, umboðsmanninum Christian Carino. Þetta staðfesti talsmaður söngkonunnar við People. Söngkonan mætti ein á Grammy-verðlaunin án trúlofunarhringsins 10. febrúar. 

„Þetta gekk bara ekki upp. Sambönd enda stundum,“ sagði heimildarmaður People en neitar á sama tíma að eitthvað dramatískt hafi átt sér stað. 

Fyrst frétt­ist af sam­bandi Gaga og Car­ino í fe­brú­ar 2017. Söngkonan staðfesti loksins trúlofunarsögur á viðburði á vegum Elle í október í fyrra. Þar talaði hún í fyrsta skipti opinberlega um Carino sem unnusta sinn. Síðan þá hefur hún verið dugleg að flagga stórum trúlofunarhringnum eða þangað til nú fyrir nokkrum dögum þegar sögur af sambandssliti þeirra heyrðust fyrst. 

Lady Gaga með trúlofunarhringinn í byrjun árs.
Lady Gaga með trúlofunarhringinn í byrjun árs. mbl.is/AFP
mbl.is