Ariana Grande jafnar met Bítlanna

Ariana Grande.
Ariana Grande.

Bandaríska poppsöngkonan Ariana Grande hefur jafnað met, sem bresku Bítlarnir settu árið 1964 en lög hennar eru nú í þremur efstu sætunum á Billboard vinsældalistanum í Bandaríkjunum.

Lagið 7 Rings, er efst á listanum. Í öðru sæti er Break Up With Your Girlfriend, I'm Bored og Thank U, Next er í þriðja sæti. Árið 1964 var Bítlalagið Can't Buy Me Love í fyrsta sæti á listanum, Twist and Shout var í 2. sæti og Do You Want to Know a Secret? í því þriðja.

Grande, sem er 25 ára, nýtur ekki aðeins mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er Break Up With Your Girlfriend, I'm Bored og 7 Rings í 1. og 2. sæti á vinsældalista og stóra platan Thank U, Next er söluhæsta platan þar í landi.

mbl.is