Er ísprinsessan Elsa í Reynisfjöru?

Elsa sést hér klífa ölduna.
Elsa sést hér klífa ölduna. Skjáskot/YouTube

Í upphafsatriði kynningarmyndbands fyrir teiknimyndina Frozen 2 er ísprinsessan Elsa stödd á strönd, sem margir velta nú fyrir sér hvort byggi á svörtum sandi Reynisfjöru. Í atriðinu virðir Elsa úfnar öldurnar fyrir sér og tekur svo af sér bæði skó og slá og hleypur út í sjóinn. Sem ævintýraprinsessa nær Elsa að hlaupa ofan á öldunum og sigrast þannig á krafti hafsins.

Fjallað er um atriðið á ferðavefnum Guide to Iceland Now og bent á að þetta sé nákvæmlega sú hegðun sem gestir í Reynisfjöru séu varaðir við. Staðurinn sé illræmdur sem ein af hættulegustu ströndum Íslands.

Þó að Frozen 2 rati ekki í kvikmyndahús fyrr en í lok nóvember á þessu ári eru engu að síður ýmsir forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sagðir farnir að hafa áhyggjur af að kynningarmyndbandið muni hvetja ferðamenn til að sýna af sér glannaskap í ferð sinni í fjöruna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant