Þessir koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum

Söngkonan GDNR kemur fram á Þjóðhátíð í fyrsta sinn í ...
Söngkonan GDNR kemur fram á Þjóðhátíð í fyrsta sinn í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu listamennirnir á Þjóðhátíð í Eyjum hafa verið staðfestir. Ljóst er að mikið af ungum tónlistarmönnum kemur fram á hátíðinni í ár. Forsala miða hefst í dag. 

Söngkonan GDRN kemur fram á hátíðinni í fyrsta skipti. Herra Hnetusmjör og Huginn trylla Herjólfsdal og raftónlistartvíeykið ClubDub sömuleiðis. Í tilkynningu frá Þjóðhátíð kemur fram að fleiri listamenn verði staðfestir á næstu vikum en Þjóðhátíð í Eyjum árið 2019 er sögð munu verða sú stærsta frá upphafi. 

Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum.
Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum. mbl.is/Ófeigur
mbl.is