Tók stökkið 16 ára og er í draumavinnunni

Tjörvi Jónsson er búinn að vera duglegur að koma sér …
Tjörvi Jónsson er búinn að vera duglegur að koma sér á framfæri á netinu. Ljósmynd/Aðsend

Tjörvi Jónsson er 17 ára Akureyringur sem hefur verið að vinna í kvikmyndagerð síðan hann var 15 ára. Hann tók stóra stökkið síðasta sumar, stofnaði framleiðslufyrirtæki og vann fyrir sér með því að búa til myndefni, meðal annars um Ísland. 

„Í sumar fór ég alla leið í að búa til mitt eigið fyrirtæki og nefndi ég það GS Production, sem stendur fyrir Gerða Stína en systir mín sem lést árið 2016 var kölluð það. Áætlunin er að halda áfram í sumar og gera enn þá meira af spennandi verkefnum,“ segir Tjörvi.

Áður hafði hann stofnað fyrirtæki með Fannari vini sínum til að þéna aukapening haustið sem þeir byrjuðu í menntaskóla. „Þá vorum við að búa til myndbönd og taka myndir fyrir fyrirtæki og var það mjög skemmtileg reynsla,“ segir Tjörvi. 

„Síðastliðið sumar ákvað ég að demba mér í að búa til myndbönd fyrir fyrirtæki og einstaklinga og fékk mér enga sumarvinnu þar sem ég vildi setja allan minn metnað í það. Það fór hægt af stað en maður uppsker það sem maður sáir og von bráðar var ég byrjaður að búa til myndbönd fyrir Color Run og Gung Ho svo eitthvað sé nefnt. Þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert og að geta ráðið sjálfur yfir vinnutímanum sínum, aðeins 17 ára, var ótrúlegt.“

View this post on Instagram

Missing the adventure days right now!😟

A post shared by Tjörvi Jónsson (@tjorvijons) on Mar 3, 2018 at 11:17am PST

Tjörvi lætur greinilega ekki margt stoppa sig og ákvað að hafa samband við stærri fyrirtæki í von um samstarf.

„Eftir að ég hafði unnið með nokkrum öðrum minni fyrirtækjum ákvað ég að heyra í stóru löxunum og byrjaði á því að heyra í Red Bull þar sem ég fíla vörurnar og stefnu þeirra. Þau voru strax til í að vinna með mér sem mér fannst mjög gaman að vita og hlakka ég til að vinna meira með þeim 2019.“

Á dögunum birti Tjörvi stutt myndband af öllu því helsta sem hann myndaði og tók upp árið 2018. Hann ferðaðist mikið og lagði mikið á sig. Hann fékk ekki bílpróf fyrr en í júlí svo hann fór bæði með vinum og tók strætó til að mynda.

„Ég ferðaðist oft með einhverjum öðrum og þá oft Fannari sem ég hef nefnt hérna ofar þar sem hann fékk bílprófið sitt í janúar, en ég í júlí. Við förum til dæmis hringinn í kringum landið um pásakana í fyrra ásamt Ólafi vini okkar og eftir það ferðalag fattaði maður alveg að þetta væri eitthvað sem væri gaman að gera oftar.“

Þegar ég fór að taka upp í Reykjavík tók ég strætó suður með allt dótið mitt og notaði síðan almenningssamgöngur í Reykjavík. Það var vissulega erfitt að ferðast með allan búnaðinn sinn fram og til baka en maður tók það á sig. Ég fékk síðan bílprófið í júlí þegar ég varð 17 ára og það breytti öllu,“ segir Tjörvi. 

Tjörvi segir útlendinga aðallega skoða efnið sem hann býr til. „Maður fær oft skilaboð frá útlendingum sem hafa annaðhvort komið til íslands eða eru með það efst á óskalistanum og dýrka þar af leiðandi íslenska náttúru.“

Ef maður vill fá einhvern fylgjendahóp á Instagram eða Youtube þarf maður að búa til gott efni og það reglulega. Vinnan skilar sér með tímanum,“ segir Tjörvi fullur sjálfstrausts. 

Tjörvi er duglegur að framleiða efni og meðal annars hægt að fylgjast með honum á Instagram.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson