Weinstein svarar fyrir sig

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. mbl.is/AFP

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið efni ótal blaðagreina vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi. Lítið heyrist þó frá Weinstein sjálfum en honum þótti þó ástæða til að svara fyrir sig þegar Gwyneth Paltrow sagði frá því að Weinstein hefði viljað fá Ben Affleck til að leika William Shakespeare í Shakespeare in Love. 

Paltrow greindi frá tillögu Weinstein í viðtali við Variety. Segir Paltrow Weinstein hafa komið með tillöguna eftir að Joseph Fiennes sem fór með hlutverkið var prófaður. „Á síðustu stundu vildi Harvey að Ben Affleck tæki yfir og léki Shakespeare,“ sagði Paltrow. „Nei þú getur það ekki. Þú verður að hafa enska manneskju,“ segist Paltrow hafa svarað framleiðandanum. Affleck lék þrátt fyrir þetta í myndinni en fór með minna hlutverk. 

Weinstein sendi Variety svar við þessum ásökunum Paltrow sem einhverjir myndu segja léttvægari en þær sem áður hafa komið fram. Paltrow hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni fyrir 20 árum. 

„Aðrir sem komu til greina í hlutverk Will Shakespeare voru Russell Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck fór frábærlega með hlutverk Ned Alleyn, sem er eina hlutverkið sem hann kom til greina í.“ 

Sagði Weinstein einnig í yfirlýsingunni að Paltrow væri góður leikari og frábær manneskja. Hún stæði sig afar vel í réttu hlutverkunum. 

Gwyneth Paltrow vann með Harvey Weinstein.
Gwyneth Paltrow vann með Harvey Weinstein. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler