Kannabis og Íslandsferð

Kannski eigum við eftir að rekast á Rami Malek á ...
Kannski eigum við eftir að rekast á Rami Malek á röltinu í miðborg Reykjavíkur en það er ekkert öruggt í þeim efnum. AFP

Þeir sem eru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna í ár fá Ísland sem einn af fjórum mögulegum áfangastöðum fyrir lúxusferðalag. Um er að ræða gjafir sem þeir fá frá markaðsfyrirtækinu Distinctive Assets. Ekki nóg með það heldur fá þeir kannabisafurðir að gjöf enda hátíðin haldin í Kaliforníu. Kannabisneysla var heimiluð samkvæmt lögum ríkisins í byrjun árs 2018. 

Fjallað er um þetta í Forbes en þar kemur fram að um 25 einstaklinga sé að ræða og er hver gjöf metin á yfir 100 þúsund Bandaríkjadali, 12 milljónir króna. 

Handhafar gjafapakkans geta valið á milli lúxussiglingar til Íslands, Galapagos, Kosta Ríka eða Panama. Engin tengsl eru milli markaðsfyrirtækisins og bandarísku kvikmyndaakademíunnar önnur en þau að þeir einstaklingar sem fá gjafirnar eru þeir sem eru tilnefndir fyrir leik og leikstjórn. 

Umföllun Forbes í heild

mbl.is