Var of drukkin til að muna atvikið

Fyrirsætan Jordyn Woods hefur verið nátengd Kardashian-fjölskyldunni lengi. Hún man ...
Fyrirsætan Jordyn Woods hefur verið nátengd Kardashian-fjölskyldunni lengi. Hún man ekki atvikið sem átti sér stað á milli hennar og Tristan Thompson þar sem hún var of drukkin að eigin sögn.

Samkvæmt The Hollywood Gossip var fyrirsætan Jordyn Woods of drukkin til að muna hvað hún gerði með körfuboltamanninum Tristan Thompson. En eins og margir vita er hann kærasti og barnsfaðir Khloe Kardashian. 

Þegar Kardashian-systirin komst að framhjáhaldinu setti hún sterk mörk og vildi hætta í sambandinu fyrir fullt og allt. 

Jordyn Woods hefur fengið að dvelja í gestahúsi æskuvinkonu sinnar, Kylie Jenner. Jenner stendur með eldri systur sinni í málinu og hefur nú rekið Woods út af heimilinu. Hún ku vera komin á hótelherbergi og hefur fengið rauða spjaldið frá Kardashian-fjölskyldunni.

View this post on Instagram

MY GIRLS💚🍀

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Jan 18, 2019 at 10:30am PST

Samkvæmt heimildarmanni sem tengist fjölskyldunni vildi Khloe Kardashian nálgast Wood og skilja hvað gerðist á milli hennar og Thompson í fjölskylduboði sem átti sér stað nýverið. Woods segist ekki muna hvað gerðist, enda hafi hún verið drukkin og ekki ætlað sér að svíkja neinn. 

Það er ekkert grín að lenda í Kardashian-systrunum samkvæmt heimildum og eru þær meðal annars búnar að loka á Woods á samfélagsmiðlum svo eitthvað sé nefnt. 

Það heyrist ekki mikið frá Tristan Thompson um málið. Síðast þegar fylgjendur hans vissu virtist hann vera mjög blessaður í faðmi fjölskyldunnar, með Kardashian-systurinni og barni sínu. 

View this post on Instagram

I'm soo blessed 🙏🏾🙏🏾 Happy thanksgiving from my family to yours #GiveThanks #blessed

A post shared by Tristan Thompson (@realtristan13) on Nov 22, 2018 at 8:46pm PST

mbl.is