Ákærður fyrir 10 alvarleg kynferðisbrot

Er R Kelly gert að koma fyrir dómara 8. mars, ...
Er R Kelly gert að koma fyrir dómara 8. mars, á alþjóðlegum degi kvenna. AFP

Tónlistarmaðurinn R Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu alvarleg kynferðisbrot gegn fjórum konum, en honum er gert að hafa brotið á þeim kynferðislega á árunum 1998 til 2010. Þrjár kvennanna voru ólögráða þegar brotin áttu sér stað.

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur söngvaranum og verði hann sakfelldur fyrir brot sín gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi, að því er segir í frétt BBC. Er R Kelly gert að koma fyrir dómara 8. mars, á alþjóðlegum degi kvenna.

Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað R Kelly um kynferðisbrot undanfarin ár, en meint brot munu hafa átt sér stað yfir rúmlega tvo áratugi. Tónlistarmaðurinn hefur ávallt neitað ásökununum og hefur aldrei verið dæmdur.

mbl.is