Lýstu yfir stuðningi við Meghan Markle

Beyoncé og Jay-Z vöktu athygli á myndbandi með Meghan Markle-mynd ...
Beyoncé og Jay-Z vöktu athygli á myndbandi með Meghan Markle-mynd í forgrunni. Þau bjuggu til þennan gjörning til að minnast þess hversu einstakt það er að Meghan Markle er hluti af bresku konungsfjölskyldunni. Black History Month er í gangi um þessar mundir.

Beyoncé og Jay-Z, vöktu athygli þegar þau tóku við verðlaununum fyrir bestu alþjóðlegu tónlistina, á bresku tónlistarverðlaununum BRIT í vikunni.  Rolling Stone-tímaritið fjallaði um þakkarræðu þeirra hjóna, sem birtist víða á samfélagsmiðlum, þar sem þau nýttu tækifærið og hneigðu sig fyrir Meghan Markle. Parið var ekki í Bretlandi þegar afhendingin fór fram. Ástæðan fyrir þessum gjörningi, er sú að nú er Black History Month. Þau ákváðu af þeim sökum að minnast Markle fyrir að brjóta blað í breskri sögu. 

Þeir sem fylgjast með bresku konungsfjölskyldunni vita hversu einstakt það er að Markle hafi verið tekin inn í fjölskylduna. Bæði er hún dökk á hörund, eins er hún af öðru þjóðerni og kemur úr umhverfi sem breska hástéttin vill síður láta kenna sig við. 

Margir hafa lýst yfir stuðningi við Markle að undanförnu, meðal annars leikarinn George Clooney sem varar við að ef fjölmiðlar hætta ekki að elta hana á röndunum gæti farið eins fyrir henni og Díönu prinsessu heitinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Feb 20, 2019 at 2:49pm PST

mbl.is