Biðst afsökunar „á þessu með Ásgeir“

Baltasar Kormákur leikstjóri Ófærðar biður fólk afsökunar „á þessu með …
Baltasar Kormákur leikstjóri Ófærðar biður fólk afsökunar „á þessu með Ásgeir“. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lokaþáttur annarrar þáttaraðar af Ófærð er sýndur á RÚV í kvöld. Baltasar Kormákur leikstjóri þáttanna sagði í kvöldfréttum RÚV að undirbúningur þriðju þáttaraðarinnar væri þegar hafinn og að hann verði að biðja „fólk afsökunar á þessu með Ásgeir,“ persónuna sem Ingvar E. Sigurðsson lék og hlaut hörmuleg örlög í síðari hluta þáttaraðarinnar.

Aðdáendur sem syrgja góðhjartaða lögregluþjóninn Ásgeir hafa lagt til að hann fái sína eigin seríu er fram líða stundir og Baltasar Kormákur sagði í samtali við RÚV að „við verðum bara að sjá hvað er hægt að gera fyrir Ásgeir í framtíðinni“.

Önnur þáttaröð Ófærðar hefur verið tekin til sýninga víða um heim og viðtökurnar hafa verið góðar, meðal annars í Bretlandi.

Ævintýrinu lýkur þó í bili fyrir okkur Íslendinga í kvöld, en tíundi og síðasti þátturinn af Ófærð 2 fer í loftið kl. 21:15. Þá kemur loks í ljós hver morðinginn er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler