Green Book þótti besta myndin

Spike Lee og Mahershala Ali ánægðir með afrakstur kvöldsins.
Spike Lee og Mahershala Ali ánægðir með afrakstur kvöldsins. AFP

Kvikmyndin Green Book bar óvænt sigur úr býtum í keppninni um bestu myndina á Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fram fór í nótt.

Myndin fjallar um vinsælan svartan píanóleikara sem vingast við hvítan bílstjóra sinn þar sem þeir ferðast saman um ameríska suðrið á sjöunda áratug síðustu aldar, en fyrir fram var kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alfonso Cuaron, Roma, talin líklegust til að hreppa verðlaunin. 

Enn óvæntari var ef til vill sigur Oliviu Colman, sem valin var besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni The Favourite. „Þetta er í alvörunni mjög stressandi. Þetta er sprenghlægilegt. Ég er komin með Óskar,“ sagði hún í þakkarræðu sinni.

Regina King þótti besta leikkonan í aukahlutverki.
Regina King þótti besta leikkonan í aukahlutverki. AFP

Verðlaunin voru þau þriðju sem veitt voru fyrir Green Book, en myndin var tilnefnd í fimm flokkum. Mahershala Ali var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í Green Book og einnig þótti handrit myndarinnar það besta frumsamda.

Rami Malek var valinn besti leikari í aðalhlutverki, en hann lék Freddie Mercury forsprakka hljómsveitarinnar Queen í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody. Reg­ina King þótti besta leikkonan í aukahlutverki fyrir leik sinn í If Beale Street Could Talk.

Leikstjórinn Spike Lee fékk þá í fyrsta sinn Óskarsverðlaun í keppnisflokki ef svo má að orði komast, en fram til þessa hafði hann aðeins fengið heiðursverðlaun árið 2015 fyrir framlag sitt til kvikmynda. Verðlaunin fékk hann núna fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni, fyrir kvikmyndina BlacKkKlansman.

Hlaut hann mikið lófaklapp fyrir, en áður en Samuel L. Jackson veitti honum verðlaunin tilkynnti Jackson sérstaklega að körfuboltaliðið New York Knicks hefði bundið enda á langa tapgöngu sína fyrr um kvöldið, aðdáandanum Spike Lee til mikillar gleði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant