Neyðarfundur vegna „hökkunar“

Áttan tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra.
Áttan tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra. mbl.is/Eggert

„Ég er búinn að hakka mig inn á Áttuna og eyða öllu draslinu þeirra.“ Þannig hefst myndskeið á Instagram-reikningi Áttunnar en brotist var inn á alla samfélagsmiðlareikninga þeirra í kvöld og efni þaðan eytt.

Myndskeiðið má einnig sjá á Facebook-síðu Áttunnar með yfirskriftinni „Áttan er allt það sem er að í nútíma samfélagi.“ 

Áttunni er lýst sem skemmtiþætti fyrir unga sem aldna en lög hópsins „Neinei“ og „Ekki seena“ hafa notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni en horft hafði verið á fyrrnefnda lagið yfir milljón sinnum á Youtube. Lögin er nú horfin.

Vonast til að einhver sé að fíflast

Arnar Þór Ólafsson, einn af eigendum Áttunnar, var nýkominn af neyðarfundi þegar mbl.is hafði samband við hann. Hann sagði að fólkið í Áttunni hefði frétt af þessu fyrr í kvöld og að þeim hefðu borist mörg skilaboð vegna þess.

„Við vorum að klára neyðarfund og vitum í rauninni ekkert um þetta,“ segir Arnar. Hann segir að verið sé að vinna í því að fá einhverja til að komast á sporið með hvað gæti hafa gerst.

Eins og áður sagði er búið að henda tónlistarmyndböndunum við lög Áttunnar af Youtube og segir Arnar það miður. „Myndböndin hafa gríðarlegt tilfinningalegt gildi.

Hann vonast til þess að málið leysist á farsælan hátt og bindur enn vonir við að um einhvern fíflagang sé að ræða. „Við vonumst enn til þess að það sé einhver að fíflast í okkur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson