„Heitur fyrir Hatara“

Fer Hatari alla leið?
Fer Hatari alla leið? mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Veðbankar spá okkur góðu gengi í lokakeppninni og það er út af Hatara,“ segir Flosi Jón Ófeigsson, formaður Fé­lags áhuga­manna um Söngva­keppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva (FÁSES). Fólk í hópnum hlakkar mjög til laugardagskvöldsins þegar ræðst hver fer út í Eurovision fyrir hönd Íslands.

Fimm lög keppast á laugardagskvöld um að fara fyrir hönd Íslands til Ísraels um miðjan maí og reyna sitt besta til að vinna Eurovision. Röð laganna er sem hér segir:

Hvað ef ég get ekki elskað  Friðrik Ómar
Mama said — Krist­ina Bær­endsen
Fig­ht­ing for love — Tara Mo­bee
Moving on — Hera Björk
Hatrið mun sigra — Hat­ari

Með eða á móti Hatara

Flosi telur líklegast að fólk skiptist í tvo hópa á laugardaginn; með eða á móti Hatara. Kosið verður í tveim­ur um­ferðum en í fyrri um­ferðinni er kosið á milli allra lag­anna. Alþjóðleg dóm­nefnd hef­ur helm­ings­vægi á móti síma­kosn­ingu al­menn­ings. Lög­in sem hafna í tveim­ur efstu sæt­un­um fara í ein­vígi um hvort þeirra verður fram­lag Íslands í Eurovisi­on.

Al­menn­ing­ur kýs síðan á milli lag­anna tveggja sem kom­ast í ein­vígið. At­kvæði sem þau lög hlutu í fyrri kosn­ing­unni, frá dóm­nefnd og al­menn­ingi, fylgja þeim inn í seinni kosn­ingu. Er það annað fyrirkomulag en verið hefur en hingað til hafa lögin sem komast í einvígið byrjað með „hreint borð“. Flosi bendir á að Dagur Sigurðsson hefði komist fyrir hönd Íslands í síðustu keppni en ekki Ari Ólafsson, eins og raunin varð, ef reglurnar hefðu verið eins og þær eru í ár.

Friðrik Ómar er hokinn af reynslu.
Friðrik Ómar er hokinn af reynslu. Ljósmynd/Mummi Lú

„Það dugir því ekki bara að vinna einvígið eins og hefur verið hingað til,“ segir Flosi. „Segjum sem svo að Hatari og Friðrik Ómar komist í einvígið, þá gengur ekki eins og hefði gengið áður að stuðningsmenn annarra laga hefðu fylkt sér bak við það atriði sem þau kynnu betur við og þannig komið því áfram,“ bætir Flosi við.

Kemur Kristina á óvart?

Hann býst við spennandi og skemmtilegri keppni og hlakkar til að sjá hvernig keppendur útfæri atriði sín. Einhverjir hafa gefið út að breytingar verði á sviðsframkomu og þá hefur Færeyingurinn Krist­ina Bær­endsen gefið það út að hún flytji lagið á ensku en ekki íslensku.

„Ég tel að það gæti hentað henni betur,“ segir Flosi en Kristina komst áfram úr dómaravali í undankeppninni og ýmsir telja að hún gæti orðið „wild card“ á laugardagskvöldið. „Þó að atriðið hennar hafi ekki alveg gengið upp í undankeppninni er henni spáð ágætu gengi.“

Höfum sent örugg atriði undanfarin ár

Spurður segir Flosi að hann telji líklegast að Hatari komist áfram vegna þess að hin lögin muni kroppa atkvæði hvert frá öðru. Annað hvort fíli fólk Hatara eða ekki. 

„Það er líklegast eins og staðan er núna. Síðan verður áhugavert að sjá hvað gerist ef til að mynda Friðrik Ómar kemst í einvígið og hvort stuðningsmenn hinna laganna kjósi hann þá þar,“ segir Flosi og bætir við að það sé kominn tími til að Ísland sendi út atriði sem vekur athygli og skeri sig svolítið úr ytra:

„Undanfarin ár höfum við sent „örugg“ atriði sem skera sig ekki úr og vekja litla athygli. Hatari myndi vekja athygli í Ísrael.“

Flosi er ekkert feiminn að viðurkenni að Hatari er uppáhaldslagið hans í keppninni í ár. „Ég er heitur fyrir Hatara. Lagið þeirra er skemmtilega öðruvísi, dimmur söngurinn og falsettan blandast vel saman og svo þykir mér hljóðfæraleikurinn mjög góður. Þetta er frábært lag sem á eftir að vekja athygli og koma okkur loksins í úrslitin í Eurovision,“ segir Flosi en fimm ár eru síðan íslenska atriðið komst í úrslitakvöldið í aðalkeppninni.

Hera Björk tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd árið …
Hera Björk tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2010. Ljósmynd/Aðsend

Segir keppnina eiga að sameina Evrópu

Töluvert hefur verið rætt og ritað um það að keppnin sé haldin í Ísrael vegna ofbeldisverka Ísraela í garð Palestínumanna. Fram kom í nýrri rannsókn Sameinuðu þjóðanna að vísbendingar eru um að Ísra­el­ar hafi framið glæpi gegn mann­kyn­inu í aðgerðum gegn mót­mæl­um á Gaza í fyrra. Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur til að mynda gagnrýnt það harðlega að Ísrael haldi Eurovision.

Flosi segir umræðu um þessi mál ekki jafn mikla í öðrum löndum Evrópu og hér á landi. „Að sjálfsögðu er öllum innan Fáses frjálst að hafa sínar skoðanir en við lítum á keppnina eins og gert var í upphafi; að sameina Evrópu. Við erum ópólitískur hópur en allar umræður eru sjálfsagðar.

Fáses stendur fyrir viðburðum í tengslum við Söngvakeppnina. Flosi segir að allir séu velkomnir í Karókí í Samtökunum ´78 á föstudagskvöld og zumba í Reebok Holtagörðum á laugardagsmorgun. Auk þess verður fyrirpartý á Ölveri fyrir keppni og eftirpartý. Nánari upplýsingar má hálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant