„Lagið mitt er vinsælasta lagið á landinu“

Friðrik Ómar sagðist vel stemmdur eftir dómararennslið í dag.
Friðrik Ómar sagðist vel stemmdur eftir dómararennslið í dag. mbl.is/Eggert

„Ég er hér til að vinna,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson, við mbl.is, eftir dómararennsli Söngvakeppninnar. Úrslitin fara fram í kvöld en keppendur fluttu lögin í Laugardalshöllinni um miðjan daginn og dómarar dæma út frá því rennsli.

„Ég er mjög vel stemmdur. Þetta er jafn mikilvægt og rennslið í kvöld af því að dómarar, sem gilda 50%, horfðu á þetta,“ segir Friðrik Ómar sem flytur lagið Hvað ef ég get ekki elskað?

Aðspurður segist hann lítið velta sér upp úr spám veðbanka hvernig þetta fer allt saman í kvöld og hver verði valinn sem fulltrúi Íslands í Eurovision í Ísrael. Samkvæmt veðbönkum eru Hatari langsigurstranglegastir og Kristina Bærendsen þar á eftir. Friðrik Ómar er talinn þriðji líklegasti.

„Ég veit bara að lagið mitt er vinsælasta lagið á landinu í dag og spilað mest í útvarpi. Það er eitthvað sem að gerast í fyrsta skipti á mínum ferli með lag sem ég sem og syng sjálfur. Það var markmiðið mitt; að lagið næði í gegn og það eitt og sér er rosa sigur fyrir mig,“ segir Friðrik Ómar sem hefur trú á því að hann muni standa á sviðinu í Tel Aviv.

Langar að fara alla leið

Friðrik Ómar kveðst ekkert hafa velt fyrir sér hvaða atriði hann vilji sjá fara áfram ef hann kemst ekki í sjálfa Eurovision keppnina. „Ég hef ekki mikið pælt í því, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Friðrik Ómar.

Góður vinur blaðamanns sagðist í gær halda með Friðriki Ómari vegna þess að það sæist svo mikið á honum að hann vilji svo mikið komast alla leið. Söngvarinn segir að það sé frábært ef fólk sér hversu mikla ástríðu hann hefur fyrir því sem hann gerir.

Ég hef ástríðu fyrir því og elska að gera þetta. Eina ástæðan fyrir því að ég er hér er sú að mig langar alla leið,“ segir Friðrik Ómar en úrslit Söngvakeppninnar hefjast klukkan 19.45 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant