Alvarleg ummæli verða tilkynnt til lögreglu

Niðrandi ummæli um Meghan vegna uppruna hennar hafa ítrekað skotið …
Niðrandi ummæli um Meghan vegna uppruna hennar hafa ítrekað skotið upp kollinum í færslum tengdum henni á samfélagsmiðlum konungsfjölskyldunnar og Katrín hefur einnig fengið að finna fyrir því. AFP

Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir fylgjendur sína á samfélagsmiðlum þar sem skýrt er kveðið á um að þeim, sem skrifa niðrandi ummæli í athugasemdum á samfélagsmiðlum, geti verið meinaður aðgangur að öllum miðlum konungsfjölskyldunnar. Í alvarlegustu tilfellunum verða ummæli tilkynnt til lögreglunnar.

Tilefnið er án efa þær fjölmörgu athugasemdir sem hafa beinst gegn hertogaynjunum Katrínu og Meghan en í tilkynningu frá höllinni segir að með útgáfu leiðbeininganna vilji konungsfjölskyldan skapa „öruggt umhverfi“ á Twitter- og Instagram-reikningum konungsfjölskyldunnar. Konungsfjölskyldan nýtur mikilli vinsælda á báðum miðlum, yfir sjö milljónir fylgja henni á Instagram og tæpar fjórar milljónir á Twitter. 

Niðrandi ummæli um Meghan vegna uppruna hennar hafa ítrekað skotið upp kollinum í færslum tengdum henni og Katrín hefur einnig fengið að finna fyrir því. Þá hefur konungsfjölskyldan einnig áhyggjur af þeirri þróun þar sem Katrínu og Meghan er stillt upp gegn hvor annarri og að almenningur skipti sér í lið eftir því hvora hertogaynjuna hann styðji.

„Við biðjum þá sem fylgja okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum,“ segir í tilkynningu frá Kensington-höll.

Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út leiðbeiningar fyrir fylgjendur sína á …
Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út leiðbeiningar fyrir fylgjendur sína á samfélagsmiðlum þar sem skýrt er kveðið á um að þeim, sem skrifa niðrandi ummæli í athugasemdum á samfélagsmiðlum, geti verið meinaður aðgangur að öllum miðlum konungsfjölskyldunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant