Búninga- og bollumeistari vikunnar

Jóhannes Haukur hefur gaman af búningum og búningagerð. Hér er …
Jóhannes Haukur hefur gaman af búningum og búningagerð. Hér er hann sem liðsmaður Brotherhood Without Banners í Game of Thrones. Netflix-serían „A Letter for the King“ er næsta verkefni Jóhannesar og þar mun hann einnig ríða hesti við tökur og vera vel vopnaður líkt og á þessari mynd. Mynd/Game of Thrones

Logi og Hulda slógu á þráðinn til Jóhannesar Hauks á bolludaginn undir dagskrárliðnum Hvað er í matinn? Hann vonaðist til að krakkarnir myndu láta sér bollur bolludagsins nægja í kvöldmatinn, enda hafði hann lagt metnað í tvær tegundur, meðal annars vatnsdeigsbollu hjúpaða stökku og bragðgóðu „craquelin“. Hann var þó með mörg járn í eldinum er þau náðu í hann því hann var einnig á fullu í búningagerð fyrir öskudaginn. 


Metnaðarfullur í bollubakstrinum

Hann byrjaði að vinna með vatnsdeigsbollubaksturinn á fimmtudag í síðustu viku segir hann og í fyrstu var hann að fást við hið algenga vandamála með að bollurnar „falli“. En þá fékk hann ráð frá góðum félaga sínum og Norðurlandameistara í bakstri, Sigurði E. Baldvinssyni. Jóhannesi leiðist ekki að leita ráða hjá slíkum meistara og Sigurður ráðlagði honum að baka bollurnar bara lengur en uppskriftin segði til um. Þannig að 20-25 mínútur reyndust ekki nóg og hann fór að ráðum Norðurlandameistarans og leyfði þeim að bakast þar til þær voru orðnar vel gullinbrúnar. „Ef þú bakar þær ekki nóg þá falla þær,“ segir Jóhannes og það er lærdómur þessa árs í bollubakstrinum segir hann.

Næsta verkefni er unnið fyrir Netflix

Spurður út í næstu verkefni segist hann halda til Prag í Tékklandi til að taka upp miðaldadramaseríu sem framleidd verður fyrir Netflix og ber heitið „A Letter for the King,“ upplýsir hann, eða „Bréf til konungsins“. „Þannig að ég verð með sverð á hesti og svona,“ upplýsir Jóhannes Haukur léttur í bragði og einmitt á fullu að undirbúa Hatarabúninga fyrir krakkana fyrir öskudaginn, þar sem golf-tí áttu að nýtast sem gaddar og iðnaðargrímur voru notaðar ásamt beltum og ólum úr skápnum líkt og sjá má.




Hér má hlusta á viðtalið í heild. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant