Skyggnst inn í lokaþáttaröð Game of Thrones

Nýjasta þáttaröðin verður frumsýnd 14. apríl.
Nýjasta þáttaröðin verður frumsýnd 14. apríl. Skjáskot/HBO

Rétt rúmlega mánuður er í að nýjasta og jafnframt síðasta þáttaröðin af ævintýraþáttunum vinsælu Game of Thrones hefji göngu sína og hafa aðdáendur þáttanna nú beðið í rúmlega eitt og hálft ár eftir að veislan byrji að nýju. Í gær var frumsýnd ný stikla þar sem skyggnst er inn í nýju þáttaröðina. Þeir sem vilja ekki vita neitt meira um innihald nýju þáttaraðarinnar eru varaðir við að lesa lengra.

Stiklan gefur ansi mikið upp og ljóst að nokkrar persónur, sem ekki var ljóst hvort horfnar voru á brott úr þáttunum, snúa aftur. Þannig sjást þeir Beric og Tormund á lífi, en þeir höfðu orðið eftir handan veggjarins í síðustu þáttaröð. Þá er Gendry mættur á svæðið og virðist hamra drekagler (e. dragon glass) af öllu afli.

Við fáum einnig að sjá gullnu herdeildina (e. golden company) mæta á sjónarsviðið, en spáð hafði verið fyrir um það eftir að Euron Greyjoy fór af fundinum í King‘s Landing í síðustu þáttaröð. Arya Stark sést einnig og er hún komin með rýting úr drekagleri.

Herdeild The unsullied sést einnig marsera með Jon og Daenerys og eru þeir mættir norður, en þar eru þeir ásamt fjölda annarra góðkunningja áhorfenda mættir til að taka þátt í úrslitastundinni – orrustunni milli hinna lifandi og hinna dauðu.

Að lokum fáum við að sjá Jon og Daenerys ganga að drekunum tveimur og mun vonandi koma í ljós fyrr en síðar hvort Jon fái að fljúga Drogon, en Jon hafði fyrst séð hann í síðustu þáttaröð. Raunverulegt ætterni Jons sem Targaryen tengir við dreka og spá því margir að það sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort hann fljúgi einum slíkum í þáttaröðinni.

Fyrsti þátturinn verður frumsýndur 14. apríl, eða eftir rúmlega einn mánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson