Umtöluð viðbrögð King við æðiskasti Kelly

Þetta tiltekna augnablik í viðtali Gayle King við R. Kelly …
Þetta tiltekna augnablik í viðtali Gayle King við R. Kelly hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Ljósmynd/Twitter

Viðtal fréttakonunnar Gayle King við tónlistarmanninn R. Kelly, þar sem hann tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um ásakanir á hendur honum um alvarleg kynferðisbrot, var um klukkutími að lengd. Eitt ákveðið augnablik, eða rammi, úr viðtalinu hefur hins vegar farið eins og eldur í sinu um netheima frá því viðtalið var sýnt í þættinum This Morning á CBS í gær.

Á myndinni má sjá King sýna lítil sem engin svipbrigði þar sem hún situr á stól og horfir fram fyrir sig eða jafnvel niður í gólfið. Yfir hana gnæfir Kelly með aðra höndina á lofti og ljóst er að honum er mikið niðri fyrir.

„Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég,“ voru orð Kelly, á meðan hann barði sér á brjóst og ítrekaði sakleysi sitt.

Margir hafa hrósað King fyrir að halda ró sinni og sýna fagmennsku í viðtalinu. Þegar hann æsti sig sem best sagði King nafn hans með rólegri og yfirvegaðri röddu: „Robert.“

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey, sem er góð vinkona King, hrósaði King fyrir að halda ró sinni og einbeitingu og handritshöfundurinn og framleiðandinn Shonda Rhimes sagði viðbrögð King eins og „skólabókardæmi um að sýna stillingu og halda einbeitingu.“

Myndin hefur einnig vakið upp spurningar og vangaveltur um skilning og túlkun fólks á kyni og kynþætti. „Þessi mynd sýnir bókstaflega hvað það er að vera svört kona og ég elska það,“ segir Thotiana Ali sem segist vilja fá myndina upp á vegg á heimili sínu sem olíumálverk. 

Þá er Kelly sagður hafa sett ákveðið atriði á svið með svörum sínum í viðtalinu og að það hafi því verið eins og hverjir aðrir tónleikar fyrir honum.

Á meðan gerðu aðrir athugasemdir við hegðun King. „Svartar konur eiga ekki alltaf að þurfa að vera óhagganlegar og hugrakkar,“ segir í einni færslunni. Samstarfskona King, Norah O'Donnell, segir að hún hafi óttast um öryggi King um tíma meðan á viðtalinu stóð. Sjálf segir King að henni fannst hún aldrei vera í hættu. „Hann var uppfullur af tilfinningum og þurfti að losa um þær,“ segir King. 

Í viðtalinu sagðist Kelly vera að berjast fyrir lífi sínu og að ásak­an­ir á hend­ur hon­um um al­var­leg kyn­ferðis­brot gagn­vart fjór­um kon­um eigi ekki við rök að styðjast. Kelly, sem er 52 ára gam­all, neitaði sök í síðasta mánuði þegar hann kom fyr­ir dóm­ara í Chicago sakaður um gróf kyn­ferðis­brot í tíu liðum. Hann var í varðhaldi í þrjá daga en var lát­inn laus eft­ir að hafa greitt 100 þúsund Banda­ríkja­dali. Kelly var svo aftur handtekinn í gær, en í þetta skiptið vegna vangoldinna meðlagsgreiðslna.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant