„Hann kenndi mér sjálfsfróun“

Ofbeldið gegn Wade hófst þegar hann var aðeins sjö ára …
Ofbeldið gegn Wade hófst þegar hann var aðeins sjö ára gamall. Skjáskot / Youtube

„Hann kenndi mér sjálfsfróun, segir að ég hafi kennt honum tungukossa og svo þróaðist þetta yfir í munnmök," segir James Safechuck um Michael Jackson í heimildarmyndinni Leaving Neverland sem verður sýnd í ríkissjónvarpinu á mánudagskvöld næstkomandi.

Jackson myndaði náin tengsl við alla fjölskyldumeðlimi drengjanna.
Jackson myndaði náin tengsl við alla fjölskyldumeðlimi drengjanna. Skjáskot Youtube

Þegar Jackson var á hátindi frægðar sinnar vingaðist hann tvo barnunga aðdáendur sína og fjölskyldur þeirra. Drengirnir, þeir Wade Robson og Sa­fechuck sem nú eru á fertugsaldri, hafa stigið fram og greina frá mjög alvarlegri misnotkun af hendi Jackson.

Jackson gekk svo langt að gefa Safechuck demantshring í einverskonar …
Jackson gekk svo langt að gefa Safechuck demantshring í einverskonar gerfi hjónavígslu milli þeirra tveggja. Skjáskot Youtube

Í myndinni kemur fram að Jackson hafi gefið sér langan tíma til að mynda traust við drengina og fjölskyldur þeirra en báðir voru þeir gríðarlegir aðdáendur stjörnunnar.
Jackson varð heimilisvinur beggja fjölskyldna, bauð þeim að dvelja á búgarði sínum og vandi komur sínar á heimili Safechuck fólksins. Borðaði með þeim kvöldmat og lék sér við drenginn löngum stundum.

Stjarnan var fastur gestur á heimili Safechuck.
Stjarnan var fastur gestur á heimili Safechuck. Skjáskot Youtube

Þegar hann var á tónleikaferðum hringdi hann nokkrum sinnum á dag og stundum töluðu þeir saman í allt að sex klukkutíma í senn. Hann sagðist elska þá og að samböndin væru einhverskonar guðleg forsjá.

Hann tók drengina með sér hvert sem hann fór.
Hann tók drengina með sér hvert sem hann fór. Skjáskot Youtube

Ofbeldið gegn Robson hófst þegar hann var aðeins sjö ára en Safechuck var níu ára. Að sögn beggja mannanna fól ofbeldið meðal annars í sér munnmök, sjálfsfróun og kossa en þessu lýsa þeir með grafískum hætti í myndinni. Báðum sendi hann endalaust ástarbréf og gekk svo langt að gefa Safechuck demantshring í einhverskonar gervi hjónavígslu milli þeirra tveggja.

Skjáskot Youtube

Eftir því sem drengirnir urðu eldri tók Jackson að fjarlægjast þá og ekki leið á löngu þar til aðrir barnungir „vinir“ stjörnunnar fylltu í skörðin. Meðal þeirra var barnastjarnan Macaulay Culkin sem hefur ávallt neitað því að Michael hafi misnotað hann. Móðir Wade segir að með tímanum hafi hún tekið eftir því að Jackson skipti vanalega út drengjum á sirka tólf mánaða fresti en flestir voru á aldrinum níu til tólf ára.

Að sögn Dan Reed, leikstjóra myndarinnar, munu fleiri stíga fram í síðari hluta myndarinnar en en þegar hafa aðdáendur Jacksons haft hátt um að ásakanirnar séu uppspuni og lygar. Ljóst má þó þykja að ímynd og arfleið þessarar áhrifamiklu poppstörn mun aldrei verða söm en Jackson fannst látinn á Neverland búgarðinum í júní árið 2009, aðeins fimmtugur að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant