John Lundvik fulltrúi Svía

John Lundvik.
John Lundvik. Wikipedia/http://politik.in2pic.com

John Lundvik verður fulltrúi Svía í Eurovision í Tel Aviv í Ísrael í maí en í kvöld fór fram söngvakeppni sænska ríkissjónvarpsins, Melodifestivalen. Lundvik fékk flest atkvæði bæði dómnefndar og áhorfenda.

Í fyrra hafnaði John Lundvik í þriðja sæti í úrslitum Melodifestvalen. Lag hans í ár nefnist Too late for love og ef hann kemst út úr undankeppninni mun hann væntanlega keppa á móti eigin lagi því hann samdi lag Breta fyrir Eurovision í ár, Bigger Than Us sem Michael Rice flytur í Tel Aviv. 

Frétt SVT

John Lundvik er fæddur árið 1983 og ólst upp í Växjö. Hann er mikill íþróttamaður og hefur unnið til fjölmargra verðlauna í 100 metra hlaupi. Hann samdi og söng sænska ólympíulagið árið 2016. Árið 2010 vakti hann fyrst athygli á tónlistarsviðinu er hann samdi lagið When You Tell the World You're Mine ásamt fleirum og var flutt í brúðkaupi Viktoríu prinsessu árið 2010.


mbl.is