Myndskeið sem sýna barnaníð

Gloria Allred og Gary Dennis á blaðamannafundinum í dag.
Gloria Allred og Gary Dennis á blaðamannafundinum í dag. AFP

Myndskeið sem sýnir bandaríska tónlistarmanninn R. Kelly beita börn kynferðislegu ofbeldi hafa fundist á heimili bandarískra hjóna, segir lögmaður sem er verjandi kvenna sem saka tónlistarmanninn um að hafa beitt þær kynferðisofbeldi. 

Kelly er laus gegn tryggingu en hann er sakaður um að hafa beitt fjórar konur, þar af þrjár unglingsstúlkur, kynferðisofbeldi á tímabilinu maí 1998 til janúar 2010.

Gloria Allred, sem er lögfræðingur, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Sagði hún við blaðamenn að hjónin Gary og Sallie Dennis hafi fundið kassa með gömlum VHS-spólum á heimili sínu. Hvorki Allred né Dennis-hjónin hafa útskýrt hvernig spólan endaði í þeirra höndum. Áður en Sally vissi að spólan væri á heimili þeirra hafði hún horft á heimildarmyndina Surviving R. Kelly,  sagði Allred á fundinum í dag. Hún var mjög miður sín yfir lýsingum kvennanna í myndinni. Einhverju eftir það fundu Sallie og eiginmaður hennar, þeim til mikillar furðu, spóluna. Þau hafi séð að myndin gæti nýst við að finna út hvað kom fyrir stúlkunar sem urðu fyrir barðinu á R. Kelly.

Allred segir að hún hafi ekki horft á myndskeiðið en hún haldi að þetta væri sama níðið og áður hafði verið greint frá. Þarna sæist R. Kelly misnota börn kynferðislega en vildi ekki upplýsa nánar um málið.

Gary Dennis segist hafa fundið spóluna þegar hann var að fara í gegnum gamlar íþróttamyndir, hverju hann ætti að halda og hverju ætti að henda.

„Hann var að segja þeim hvað þær ættu að gera og segja og svo kom í ljós að það var hann sem stjórnaði myndavélinni,“ segir Dennis.

Dennis segist vera faðir tveggja stúlkna og hann hafi fyllst hryllingi við að sjá myndina. Í fyrstu hafi hann ætlað að henda þessu en eftir að hafa borið það undir konu sína ákvað hann að hafa samband við Allred. Þetta er þriðja myndskeiðið sem sýnir Kelly við aðstæður sem þessar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson