Clooney-hjónin ástfangin í höllinni

Amal og George Clooney eru bestu vinir aðal.
Amal og George Clooney eru bestu vinir aðal. mbl.is/AFP

Clooney-hjónin eru alltaf jafn glæsileg en þau virtust ástfangin þegar þau eyddu þriðjudagskvöldinu Buckingham-höll í boði Karls Bretaprins. Fór vel á þeim Karli og stjörnuhjónunum eins og kom vel fram á samfélagsmiðlum skrifstofu prinsins gamla. 

Amal sem er 41 árs og eiginmaður hennar, George Clooney, sem er 57 ára voru ekki einu stjörnurnar í boðinu. Gestirnir áttu það sameiginlegt að vinna að góðgerðarverkefnum í samstarfi við góðgerðarstofnun Karls Bretaprins. Mátti meðal annars sjá leikarana Chiwetel Ejiofor, Luke Evans, Tamsin Egerton, Josh Hartnett og Benedict Cumberbatch.

View this post on Instagram

This evening The Prince of Wales hosted a dinner at Buckingham Palace to celebrate the work of The Prince’s Trust Group and thank its supporters. At the event HRH met with Prince’s Trust Ambassadors and supporters including Amal and George Clooney, Benedict Cumberbatch, Chiwetel Ejiofor, @thereallukeevans and @tamsinegertonofficial. The charities within the Group include The Prince’s Trust International, The Prince’s Trust Canada, The Prince’s Trust Australia and The Prince’s Trust New Zealand, all of which were founded by The Prince of Wales and work to expand the successful work of @princestrust beyond the UK. 📸 PA

A post shared by Clarence House (@clarencehouse) on Mar 12, 2019 at 3:27pm PDT

Þau Amal og George Clooney eru alls ekki óvön veislum í boði kóngafólksins. Mættu þau til að mynda í brúðkaup Harry og Meghan í fyrra og er Amal sögð hafa flogið með Meghan til New York á dögunum til þess að halda steypiboð fyrir hana. Leikarinn tók sig einnig til á dögunum og varði Meghan opinberlega. 

Í boðinu í Buckingham-höll á þriðjudagskvöldið var Amal í gömlum kjól úr William Vintage, búð sem selur gamla hönnunarvöru, en Meghan vinkona hennar er einnig aðdáandi. 

View this post on Instagram

#AmalClooney in a Jean Louis Scherrer by Stephane Rolland Spring 2007 gown from @williamvintage to the Prince’s Trust dinner

A post shared by RunwayItaly (@runwayitaly) on Mar 13, 2019 at 2:57am PDT

mbl.is