Fór huldu höfði þegar hún lærði að ganga aftur

Olivia Newton-John er bjartsýn þrátt fyrir krabbameinsbaráttuna.
Olivia Newton-John er bjartsýn þrátt fyrir krabbameinsbaráttuna.

Söng- og leikkonan Olivia Newton-John greindist með krabbamein í þriðja sinn fyrir tveimur árum. Í viðtali við ET segist hún hafa notað ýmsar aðferðir til þess að leyna veru sinni á spítala í fyrra. 

Segir hún engan hafa vitað að hún væri á spítala og fór hún huldu höfði á spítalanum með húfu og grímu svo fólk tæki ekki eftir henni. „Ég vildi ekki að fólk vissi af því, ég vildi ekki að það fréttist að ég væri á spítala,“ sagði Grease-stjarnan. 

„Ég var að læra að ganga aftur,“ sagði Newton-John. „Ég notaði göngugrind, svo ég var með húfu og gleraugu og grímur svo enginn vissi hver ég væri.“

Í dag hefur Newton-John lokið geislameðferð en er þó í hormónameðferð eins og hún lýsir sjálf og tekur mikið af jurtum og vítamínum og líður betur. Hún segist auk þess nota kannabis til þess að takast á við svefn og kvíða. 

mbl.is