GOT-stjarna nýtur lífsins á Íslandi

Nikolaj Coster-Waldau faðmaði ísbjörn í miðbænum í dag.
Nikolaj Coster-Waldau faðmaði ísbjörn í miðbænum í dag. skjáskot/Instagram

Game of Thrones-leikarinn Nikolaj Coster-Waldau nýtur lífsins á Íslandi og hefur sýnt frá ferð sinni á Instagram. Hann byrjaði daginn á því að birta myndir og myndbönd af sér í Reykjavík og sprella með ísbirni fyrir utan ferðamannabúð í miðbænum. Því næst hélt leikarinn út á land. 

Leikarinn er ekki ókunnur Íslandi en Game of Thrones-þættirnir eru sem frægt er meðal annars teknir upp á Íslandi. Coster-Waldau sem er danskur leikur Jaime Lannister í Game of Thrones en sýningar á síðustu þáttaröðinni hefjast í næsta mánuði. 

Nikolaj Coster-Waldau á rauða dreglinum.
Nikolaj Coster-Waldau á rauða dreglinum. mbl.is/AFP
mbl.is