Má ekki gifta sig nema pabbi samþykki

Britney Spears treystir á pabba sinn.
Britney Spears treystir á pabba sinn. mbl.is/AFP

Faðir Britney Spears hefur haft umsjón með fjárhag hennar sem og persónulegum málum síðan hún fékk taugaáfall fyrir rúmum tíu árum. Spears virðist hafa það fínt núna, vinnur mikið, sinnir börnum sínum og á kærasta. Hún má þó ekki giftast kærastanum nema faðir hennar gefi grænt ljós. 

Spears hefur átt í sambandi með dansaranum Sam Asghari í nokkur ár en Us Weekly greinir frá því að faðir hennar þurfi að samþykkja hjónabandið ef hún vilji giftast honum. „Britney getur ekki giftst án þess að Jamie samþykki,“ sagði heimildarmaður sem gaf jafnframt í skyn að faðir hennar myndi ekki segja já þar sem það myndi skapa fleiri lagalegar flækjur. 

Söngkona á synina Preston, 13 ára, og Jayden, 12 ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kevin Federline. Hún er ekki nema 37 ára og ekki sögð hafa gefið það upp á bátinn að eignast þriðja barnið. Faðir hennar þyrfti þó að samþykkja það líka. 

View this post on Instagram

🎀🎀🎀 @samasghari

A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on Nov 29, 2018 at 12:58pm PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.