Var misnotuð af föður sínum

Grínistinn Rosie O'Donnell.
Grínistinn Rosie O'Donnell. mbl.is/AFP

Grínistinn Rosie O'Donnell opnar sig í nýrri ævisögu sinni. Í bókinni er kafað dýpra en áður ofan í erfiða æsku stjörnunnar og opnar hún sig í fyrsta sinn um hvernig faðir hennar misnotaði hana kynferðislega þegar hún var barn. Greint er frá efni bókarinnar Ladies Who Punch: The Explosive Inside Story of 'The View' á vef Variety. Áður hafði O'Donnell greint frá áhrifum þess að missa móður sína úr krabbameini tíu ára. 

Segir O'Donnell í bókinni að misnotkunin hafði byrjað þegar hún var mjög ung. „Og þegar móðir mín dó hætti það á undarlegan hátt af því að hann þurfti að sjá um þessi fimm börn. Þegar á heildina er litið er þetta ekki eitthvað sem mér finnst gott að tala um. Auðvitað breytir þetta öllum. Öll börn sem eru sett í þessar aðstæður, sérstaklega af einhverjum sem er tengdur þeim fjölskylduböndum, eru algjörlega varnarlaus og föst af því að manneskjan sem þú myndir segja frá er gerandinn.“

Faðir O'Donnell lést árið 2015 og þó að hún hafi ekki greint frá misnotkuninni áður kemur fram að hún hafi lengi beitt sér fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis. 

Rosie O'Donnell.
Rosie O'Donnell. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson