Bróðir Meghan tekinn fyrir ölvunarakstur

Hálfbróðir Meghan Markle komst nokkuð vel frá brotinu.
Hálfbróðir Meghan Markle komst nokkuð vel frá brotinu. AFP

Thomas Jr. Markle, hálfbróðir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, hefur verið dæmdur í endurhæfingu vegna drykkju sinnar. Thomas Jr. var tekinn af lögreglunni í Oregon í Bandaríkjunum fyrir að keyra undir áhrifum áfengis.

Hann fékk nokkuð vægan dóm í kjölfarið og var dæmdur í eins árs endurhæfingu vegna drykkju sinnar. Hann má ekki drekka á tímabilinu og verður áfengismæli komið fyrir í bílnum hans. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða sekt upp á rúmlega 700 Bandaríkjadali, eða rúmlega 80 þúsund íslenskar krónur.

Systkinin Thomas Jr. og Meghan eru ekki í samskiptum í dag. Eins og kunnugt er, er Meghan ekki í miklu sambandi við fjölskyldu sína. 

mbl.is