Dawson og Booker slá sér upp

Dawson staðfesti í viðtali að þau Booker hittist reglulega.
Dawson staðfesti í viðtali að þau Booker hittist reglulega. AFP

Leikkonan Rosario Dawson hefur staðfest þær sögusagnir að hún sé í sambandi með bandaríska þingmanninum Cory Booker. Slúðurmiðillinn TMZ náði tali af Dawson á flugvelli í gær þar sem hún staðfesti sögusagnirnar. Hún sagði að sambandið væri dásamlegt og að Booker væri dásamleg manneskja. 

Dawson er þekkt fyrir ýmis hlutverk í gegnum tíðina en hún lék í Josie and the Pussycats, Rent, Men In Black II og Sin City. Þá hefur hún einnig talað fyrir marga karaktera í teiknimyndum. Hún leikur nú í sjónvarpsseríunum Luke Cage á Netflix.

Booker er þingmaður New Jersey í öldungadeild bandaríska þingsins, hann hefur einnig gefið kost á sér til forvals demókrata til forsetakosninganna 2020. Ef allt gengur vel hjá þeim Dawson og Booker gæti Dawson því hugsanlega verið næsta forsetafrú Bandaríkjanna.

Booker hefur boðið sig fram sem forsetaefni Demókrataflokksins.
Booker hefur boðið sig fram sem forsetaefni Demókrataflokksins. AFP
mbl.is