Systir Tomlinson látin

Felicite var aðeins 18 ára gömul.
Felicite var aðeins 18 ára gömul. skjáskot/instagram

Felicite Tomlinson, systir One Direction-stjörnunnar fyrrverandi Louis Tomlinson, lést í vikunni aðeins 18 ára gömul. 

Samkvæmt BBC lést Felicite úr hjartaáfalli sem kom fjölskyldunni í opna skjöldu, en hún hafði ekki verið greind með neina hjartasjúkdóma. 

Louis Tomlinson missti systur sína í vikunni.
Louis Tomlinson missti systur sína í vikunni. mbl/instagram

Felicite stefndi á að verða fatahönnuður og var vinsæl á Instagram, en hún var með 1,4 milljónir fylgjenda þar.

Louis er elstur sjö systkina, en þau misstu móður sína úr hvítblæði árið 2016. Yngstu systkini hans eru tæplega 6 ára gömul. Tomlinson gaf út lag fyrir rúmlega viku þar sem hann syngur um móðurmissinn. Hann átti að koma fram á góðgerðarviðburði á vegum BBC í kvöld en hefur afboðað komu sína.

View this post on Instagram

❤️

A post shared by Félicité Tomlinson (@felicitegrace) on Dec 9, 2016 at 6:10am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant